Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 07:45 Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir það óásættanlegt að menn reyni að hafa áhrif á innri málefni konungdæmisins. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira
Í umfjöllun DR, sem birt var í dag, eru afhjúpaðar tilraunir manna, með tengsl við Bandaríkjaforseta, til að grafa undan ríkjasambandi Grænlands og Danmerkur. „Við sjáum að það eru erlendir aðilar sem sýna Grænlandi áhuga og núverandi stöðu þess í konungdæminu,“ segir Rasmussen í samtali við Ritzau. „Það ætti því ekki að koma okkur á óvart á næstunni að sjá tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á framtíð konungríkisins.“ Listi með grænlenskum stuðningsmönnum hugmynda Trump Ónafngreindir heimildarmenn DR fullyrða að menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta reyni nú að „lauma sér inn“ og hafa áhrif á stjórn Grænlands. Í umfjöllun DR segir að ekki sé hægt að fullyrða hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða fari eftir skipunum. Dönsk yfirvöld og ríkisstjórn landsins fylgjast þó grannt með mönnunum. Fram kemur að fyrr á árinu á bandarískur maður, með náin tengsl við Trump, að hafa tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum líkt og Trump hefur áður talað fyrir. Maðurinn á sömuleiðis að hafa tekið saman lista yfir grænlenska og danska andstæðinga Bandaríkjaforseta, að því er er segir í frétt DR. „Tilraunir til blanda sér í innri málefni konugsríkisins eru að sjálfsögðu óásættanlegar. Í ljósi þessa hef ég beðið utanríkisráðuneytið um að kalla sendifulltrúa [chargé d'affaires] Bandaríkjanna til fundar á Asiatisk Plads,“ segir Rasmussen og vísar þar til utanríkisráðuneytis Danmerkur í Kaupmannahöfn sem er að finna á Asiatisk Plads. 100 prósent öruggt Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að fara með stjórn Grænlands. „Við komum til með að fá Grænland. Já, það er 100 prósent öruggt,“ sagði Trump í samtali við NBC í mars. Sagði forsetinn þá að góðar líkur væru á að slíkt gæti gerst án þess að hervaldi yrði beitt, en hann vildi þó ekkert útiloka í þeim efnum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Norðurslóðir Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira