Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2025 11:55 Fljótandi sólarorkuver í Quingdao í austanverðu Kína. Gífurlegur vöxtur er nú í framleiðslu sólarorku þar eystra. Vísir/EPA Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi. Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi.
Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira