Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Aron Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2025 10:02 Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, hafði sitthvað að segja um varnarleik liðsins gegn Bournemouth í gær. Vísir/Getty Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins, sér í lagi í seinna markinu sem liðið fékk á sig gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vinni ekki ensku deildina með svona nálgun. Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira