Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 23:24 Trump og Pútín fóru með sitthvora yfirlýsinguna á sitthvoru tungumálinu. ap Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent