Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Aron Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2025 10:16 Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá sænska framherjanum Alexander Isak sem vill fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Liverpool hefur áhuga á kappanum sem verður ekki í leikmannahópi Newcastle á morgun í fyrstu umferð ensku deildarinnar gegn Aston Villa. Vísir/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira