Íslenski boltinn

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“

Hörður Unnsteinsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa
Sigurður Bjartu skoraði tvö í kvöld.
Sigurður Bjartu skoraði tvö í kvöld. Vísir/Anton Brink

Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld.

„Mér líður æðislega. Þetta er svo góð tilfinning. Við fundum það síðustu mínúturnar í fyrri hálfleikinn að við vorum miklu betra liðið því við vorum meðvitundarlausir fyrstu 40 mínúturnar í leiknum. Við vorum kýldir kaldir, 2-0 undir, í raun og veru snertum við botninn og þurftum að spyrna okkur frá honum. Ég var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans, ég var alveg að deyja þarna í lokin.“

Sigurður Bjartur skoraði síðara mark sitt með snyrtilegri vippu, aðeins 6 mínútum eftir að fyrirliði hans Björn Daníel Sverrisson hafði reynt að vippa boltanum úr vítaspyrnu.

„Hann er nú líka með þessa vippu í vopnabúrinu en því miður fyrir hann var markmaðurinn búinn að lesa hann.“

Aðspurður hvort FH væri orðnir lausir við botnbaráttuna eftir sigurinn, komnir 6 stigum á undan botnliði ÍA sagði Sigurður Bjartur að FH væri eingöngu að horfa upp fyrir sig.

„Við ætlum okkur að enda í efri hlutanum og þetta voru ógeðslega mikilvæg þrjú stig fyrir okkur. Við horfum alltaf upp fyrir okkur. Við erum það stór klúbbur að við erum ekki að horfa á fallið, við ætlum okkur að enda í efri hlutanum og það er eina markmiðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×