Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Hörður Unnsteinsson skrifar 11. ágúst 2025 18:30 Sigurður Bjartur Hallsson með Kjartan Kára Halldórsson í fanginu. Þeir komu báðir sögu í leik kvöldsins. Sýn Sport Það var hreint stórkostlegur fótboltaleikur sem gömlu stórveldin ÍA og FH buðu upp á á Kaplakrikavelli í kvöld. Heimamenn höfðu á endanum 3-2 sigur í ótrúlegum leik þar sem áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Fimm mörk, tvær vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og hellingur af dramatík í alvöru fallbaráttuslag þessara sigursælu liða. Gestirnir af Skaganum byrjuðu miklu betur og skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu. FH átti þá hornspyrnu sem Skagamenn skölluðu í burtu og brunuðu upp í skyndisókn. Gabríel Snær Gunnarsson braust upp hægri vænginn og gaf hárnákvæma sendingu á Hauk Arnar Haraldsson sem kláraði færið með þéttingsföstu skoti á nærstöngina. 0-1 fyrir Skagamenn. Gestirnir létu kné fylgja kviði eftir markið og sóttu hart að FH markinu. Skagamenn voru að spila glimrandi skemmtilegan fótbolta á þessum kafla og uppskáru annað mark á 21. mínútu þegar Jón Gísli Eyland fékk boltann eftir klafs fyrir utan vítateig FH og lét vaða að marki. Óverjandi skot fyrir Mathias Rosenorn í marki FH, 0-2 fyrir gestina. Kom gestunum 2-0 yfir.Vísir/Diego Rúnar Már Sigtryggsson var svo hársbreidd frá því að gera út um leikinn nokkrum mínútum síðar þegar hann lét vaða að marki FH af 25 metrunum og boltinn söng í stönginni innanverðri. Þetta hefði klárlega verið eitt af mörkum sumarsins ef skotið hefði legið inni. Á 39 mínútu hefst svo æsingur upp við varamannabekkina sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Fyrrum liðsfélagarnir Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA lenda í öskurkeppni sem endar með því að þeim er báðum sýndur reisupassinn. Við þetta snerist leikurinn algjörlega á haus, mikil harka færðist í leikinn næstu mínútur og FH liðið mætti loks til leiks. Þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað á 41. mínútu sem Kjartan Kári snýr frábærlega inn á teiginn og Ísak Óli Ólafsson sparkar boltanum í hausinn á sér og fram hjá Árna Marínó í markinu. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru ansi fjörlegar. FH-ingar halda pressu sinni áfram og á 45. mínútu fær Erik Tobias Sandberg fyrirgjöf Kjartans Kára í hendina á sér og Helgi Mikael flautar réttilega vítaspyrnu. Kjartan Kári tekur spyrnuna sjálfur en Árni Marínó ver meistaralega í markinu. Staðan í hálfleik 1-2 fyrir Skagamenn sem voru ekki bara betri, heldur miklu betri aðilinn í 40 mínútur í fyrra hálfleiknum. Árni Marinó gerði hvað hann gat.Vísir/Diego FH-ingar byrjuðu af sama krafti í síðari hálfleiknum og fengu aðra vítaspyrnu strax á 53. mínútu þegar Gísli Laxdal ýtti við Sigurði Bjarti í vítateig Skagamanna. Nú var það fyrirliðinn Björn Daníel sem steig fram fyrir skjöldu og fékk það verkefni að skjóta sína menn aftur inn í leikinn. Á einhvern óskiljanlegan hátt reyndi Björn Daníel að vippa boltanum í markið, auðveldasta varsla leiksins fyrir Árna Marínó og það fór vandræðalegur kliður um stúkuna á Kaplakrika. Aðeins 6 mínútum síðar slapp Sigurður Bjartur laus inn fyrir vörn Skagamanna og sýndi fyrirliðanum sínum hvernig maður vippar boltanum, stórkostleg afgreiðsla hjá framherjanum öfluga, yfir Árna Marínó í markinu. Eftir þetta mark var í raun bara tímaspursmál hvenær FH-ingar næðu inn sigurmarkinu. Þeir voru með öll völd á leiknum og Skagamenn áttu fá svör upp í erminni. Það var svo á 71. mínútu þegar Böðvar Böðvarsson á langa sendingu frá miðlinu inn fyrir vörn gestanna, téður Sigurður Bjartur Hallsson kassar boltann niður og hamrar honum í fyrsta framhjá Árna í markinu. Ef eitthvað var þetta glæsilegra mark en það fyrra og kóronaði frábæran leik Sigurðar. Tvö mörk og fiskað víti. Ágætis dagsverk. Sigurður Bjartur var hetja heimamanna í kvöld.vísir/Anton Skagamenn settu nokkra pressu á FH-inga á síðustu mínútum leiksins, sem óhjákvæmilega bökkuðu niður að eigin vítateig eftir þriðja markið. Þeir fengu þó engin opin færi og Mathias í markinu sá við öllu sem Skagamenn kokkuðu upp. Lokatölur 3-2 fyrir FH í frábærum knattspyrnuleik. Atvikið Að mínu mati er atvik leiksins þessi uppákoma á varamannabekk liðanna á 39. mínútu. Heimi Guðjónssyni þjálfara FH og Dean Martin aðstoðarþjálfara ÍA lendir saman á varamannabekknum og hljóta báðir rautt spjald fyrir frá Helga Mikael. Þetta kveikti ekki bara á leikmönnum FH heldur einnig stúkunni og á næstu 30 leikmínútum skora FH-ingar 3 mörk og klúðra tveimur vítum – með xG upp á ca 4.0. Talandi um að fórna sér fyrir liðið. Heimir kveikti heldur betur í sínum mönnum. Stjörnur og skúrkar Sigurður Bjartur er alvöru nía og hann sýndi það aftur í kvöld. Báðar afgreiðslurnar voru úr hæstu hillu og aðdragandi síðara marksins var einnig stórkostlegur. Þá kassar hann niður langa sendingu frá Böðvari áður en hann neglir boltanum í fyrsta framhjá Árna Marínó í markinu. Maður leiksins. Árni Marínó hélt sínum mönnum inn í leiknum á löngum köflum. Varði tvö víti og bjargaði frábærlega nokkrum sinnum í síðari hálfleiknum þegar FH-ingar voru í sem mestu stuði. Erik Tobias átti erfitt uppdráttar í vörn Skagamanna. Hann fékk gult spjald eftir 2 mínútna leik og það átti eftir að hafa áhrif á hann út leikinn. Hann gaf fyrra vítið og lét Sigurð Bjart fara illa með sig nokkrum sinnum í síðari hálfleiknum. Dómarar leiksins Það var alveg greinilegt að Helgi Mikael er ekkert sá vinsælasti hér á Kaplakrika. Hann hins vegar negldi allar stóru ákvarðanirnar í þessum leik. Vísaði Heimi og Dean réttilega til búningsherbergja, náði báðum vítadómunum réttum og hélt leik sem var á suðupunkti á löngum köflum frá því að fuðra upp í algjöra vitleysu. Hann á hrós skilið í kvöld. Stemmning og umgjörð Þvílík aðstaða sem FH-ingar eru með. Það er geggjað að koma í Kaplakrikann og hugsunarhátturinn hér er greinilega sá að félagið sé allt á sama staðnum. Þetta er ekkert ósvipað því og að koma inn á campus hjá amerískum háskóla. Það var mikil reiði og pirringur í stúkunni framan af leik. Heimamenn skiljanlega ósáttir við frammistöðu sinna manna. Það snerist svo algjörlega á sama tíma og leikurinn. Orkan í stúkunni var rosaleg í síðari hálfleiknum og stuðningsmennirnir eiga klárlega stóran þátt í sigri FH-inga hér í kvöld. Besta deild karla ÍA FH Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. 11. ágúst 2025 21:51
Það var hreint stórkostlegur fótboltaleikur sem gömlu stórveldin ÍA og FH buðu upp á á Kaplakrikavelli í kvöld. Heimamenn höfðu á endanum 3-2 sigur í ótrúlegum leik þar sem áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Fimm mörk, tvær vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og hellingur af dramatík í alvöru fallbaráttuslag þessara sigursælu liða. Gestirnir af Skaganum byrjuðu miklu betur og skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu. FH átti þá hornspyrnu sem Skagamenn skölluðu í burtu og brunuðu upp í skyndisókn. Gabríel Snær Gunnarsson braust upp hægri vænginn og gaf hárnákvæma sendingu á Hauk Arnar Haraldsson sem kláraði færið með þéttingsföstu skoti á nærstöngina. 0-1 fyrir Skagamenn. Gestirnir létu kné fylgja kviði eftir markið og sóttu hart að FH markinu. Skagamenn voru að spila glimrandi skemmtilegan fótbolta á þessum kafla og uppskáru annað mark á 21. mínútu þegar Jón Gísli Eyland fékk boltann eftir klafs fyrir utan vítateig FH og lét vaða að marki. Óverjandi skot fyrir Mathias Rosenorn í marki FH, 0-2 fyrir gestina. Kom gestunum 2-0 yfir.Vísir/Diego Rúnar Már Sigtryggsson var svo hársbreidd frá því að gera út um leikinn nokkrum mínútum síðar þegar hann lét vaða að marki FH af 25 metrunum og boltinn söng í stönginni innanverðri. Þetta hefði klárlega verið eitt af mörkum sumarsins ef skotið hefði legið inni. Á 39 mínútu hefst svo æsingur upp við varamannabekkina sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Fyrrum liðsfélagarnir Heimir Guðjónsson þjálfari FH og Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA lenda í öskurkeppni sem endar með því að þeim er báðum sýndur reisupassinn. Við þetta snerist leikurinn algjörlega á haus, mikil harka færðist í leikinn næstu mínútur og FH liðið mætti loks til leiks. Þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað á 41. mínútu sem Kjartan Kári snýr frábærlega inn á teiginn og Ísak Óli Ólafsson sparkar boltanum í hausinn á sér og fram hjá Árna Marínó í markinu. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru ansi fjörlegar. FH-ingar halda pressu sinni áfram og á 45. mínútu fær Erik Tobias Sandberg fyrirgjöf Kjartans Kára í hendina á sér og Helgi Mikael flautar réttilega vítaspyrnu. Kjartan Kári tekur spyrnuna sjálfur en Árni Marínó ver meistaralega í markinu. Staðan í hálfleik 1-2 fyrir Skagamenn sem voru ekki bara betri, heldur miklu betri aðilinn í 40 mínútur í fyrra hálfleiknum. Árni Marinó gerði hvað hann gat.Vísir/Diego FH-ingar byrjuðu af sama krafti í síðari hálfleiknum og fengu aðra vítaspyrnu strax á 53. mínútu þegar Gísli Laxdal ýtti við Sigurði Bjarti í vítateig Skagamanna. Nú var það fyrirliðinn Björn Daníel sem steig fram fyrir skjöldu og fékk það verkefni að skjóta sína menn aftur inn í leikinn. Á einhvern óskiljanlegan hátt reyndi Björn Daníel að vippa boltanum í markið, auðveldasta varsla leiksins fyrir Árna Marínó og það fór vandræðalegur kliður um stúkuna á Kaplakrika. Aðeins 6 mínútum síðar slapp Sigurður Bjartur laus inn fyrir vörn Skagamanna og sýndi fyrirliðanum sínum hvernig maður vippar boltanum, stórkostleg afgreiðsla hjá framherjanum öfluga, yfir Árna Marínó í markinu. Eftir þetta mark var í raun bara tímaspursmál hvenær FH-ingar næðu inn sigurmarkinu. Þeir voru með öll völd á leiknum og Skagamenn áttu fá svör upp í erminni. Það var svo á 71. mínútu þegar Böðvar Böðvarsson á langa sendingu frá miðlinu inn fyrir vörn gestanna, téður Sigurður Bjartur Hallsson kassar boltann niður og hamrar honum í fyrsta framhjá Árna í markinu. Ef eitthvað var þetta glæsilegra mark en það fyrra og kóronaði frábæran leik Sigurðar. Tvö mörk og fiskað víti. Ágætis dagsverk. Sigurður Bjartur var hetja heimamanna í kvöld.vísir/Anton Skagamenn settu nokkra pressu á FH-inga á síðustu mínútum leiksins, sem óhjákvæmilega bökkuðu niður að eigin vítateig eftir þriðja markið. Þeir fengu þó engin opin færi og Mathias í markinu sá við öllu sem Skagamenn kokkuðu upp. Lokatölur 3-2 fyrir FH í frábærum knattspyrnuleik. Atvikið Að mínu mati er atvik leiksins þessi uppákoma á varamannabekk liðanna á 39. mínútu. Heimi Guðjónssyni þjálfara FH og Dean Martin aðstoðarþjálfara ÍA lendir saman á varamannabekknum og hljóta báðir rautt spjald fyrir frá Helga Mikael. Þetta kveikti ekki bara á leikmönnum FH heldur einnig stúkunni og á næstu 30 leikmínútum skora FH-ingar 3 mörk og klúðra tveimur vítum – með xG upp á ca 4.0. Talandi um að fórna sér fyrir liðið. Heimir kveikti heldur betur í sínum mönnum. Stjörnur og skúrkar Sigurður Bjartur er alvöru nía og hann sýndi það aftur í kvöld. Báðar afgreiðslurnar voru úr hæstu hillu og aðdragandi síðara marksins var einnig stórkostlegur. Þá kassar hann niður langa sendingu frá Böðvari áður en hann neglir boltanum í fyrsta framhjá Árna Marínó í markinu. Maður leiksins. Árni Marínó hélt sínum mönnum inn í leiknum á löngum köflum. Varði tvö víti og bjargaði frábærlega nokkrum sinnum í síðari hálfleiknum þegar FH-ingar voru í sem mestu stuði. Erik Tobias átti erfitt uppdráttar í vörn Skagamanna. Hann fékk gult spjald eftir 2 mínútna leik og það átti eftir að hafa áhrif á hann út leikinn. Hann gaf fyrra vítið og lét Sigurð Bjart fara illa með sig nokkrum sinnum í síðari hálfleiknum. Dómarar leiksins Það var alveg greinilegt að Helgi Mikael er ekkert sá vinsælasti hér á Kaplakrika. Hann hins vegar negldi allar stóru ákvarðanirnar í þessum leik. Vísaði Heimi og Dean réttilega til búningsherbergja, náði báðum vítadómunum réttum og hélt leik sem var á suðupunkti á löngum köflum frá því að fuðra upp í algjöra vitleysu. Hann á hrós skilið í kvöld. Stemmning og umgjörð Þvílík aðstaða sem FH-ingar eru með. Það er geggjað að koma í Kaplakrikann og hugsunarhátturinn hér er greinilega sá að félagið sé allt á sama staðnum. Þetta er ekkert ósvipað því og að koma inn á campus hjá amerískum háskóla. Það var mikil reiði og pirringur í stúkunni framan af leik. Heimamenn skiljanlega ósáttir við frammistöðu sinna manna. Það snerist svo algjörlega á sama tíma og leikurinn. Orkan í stúkunni var rosaleg í síðari hálfleiknum og stuðningsmennirnir eiga klárlega stóran þátt í sigri FH-inga hér í kvöld.
Besta deild karla ÍA FH Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. 11. ágúst 2025 21:51
„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. 11. ágúst 2025 21:51
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn