Segist eiga fund með Pútín Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 21:05 Í kjölfarið muni hann funda með Selenskí Úkraínuforseta. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira