Enski boltinn

Son verður sá dýrasti í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heung Min Son var þakklátur að fá kveðjuleik með Tottenham og það í Suður Kóreu.
Heung Min Son var þakklátur að fá kveðjuleik með Tottenham og það í Suður Kóreu. Getty/Han Myung-Gu

Son Heung-Min kvaddi um helgina Tottenham en hann er sagður vera á leiðinni úr ensku úrvalsdeildinni í bandarísku MLS deildina.

Bandarískir miðlar greina frá því að Son ætli að semja við lið Los Angeles FC.

Hinn 33 ára gamli Son tilkynnti um helgina að tíu ára tími hans hjá Tottenham væri á enda. Hann tók þá ekki fram hvert hann væri að fara.

Nú slá bandarískir miðlar því upp að Los Angeles liðið ætli að kaupa Son á 26 milljónir dollara eða 3,2 milljarða króna.

Fari svo að hann verði keyptur á þessa upphæð verður Son sá dýrasti í sögu MLS deildarinnar. Metið á Emmanuel Latte Lath sem Atlanta United keypti fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala síðasta vetur.

Síðasti leikur Son með Tottenham var æfingarleikur á móti Newcastle United í Seoul í Suður Kóreu. Hann fékk að spila þótt að það væri vitað að hann væri á förum.

„Þetta var fullkomin stund. Ég mun aldrei gleyma henni og kann að meta að hafa fengið þessa kveðjustund. Ég er þakklátur stuðningsmönnum, liðsfélögunum og stjóranum. Stjórinn skildi mína stöðu og stóð með mér. Hann hlustaði alltaf vel á það sem ég vildi gera. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og er mjög þakklátur,“ sagði Son Heung-Min á miðlum Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×