Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 08:04 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er að setja saman nýtt lið og vill fá Alexander Isak sem fremsta mann. Getty/Yu Chun Christopher Wong/George Wood Liverpool hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar og keypt hvern stjörnuleikmanninn á fætur öðrum. Englandsmeistararnir eru samt ekki hættir og það vekur upp spurningarmerki hjá mörgum. Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira