Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 08:04 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er að setja saman nýtt lið og vill fá Alexander Isak sem fremsta mann. Getty/Yu Chun Christopher Wong/George Wood Liverpool hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar og keypt hvern stjörnuleikmanninn á fætur öðrum. Englandsmeistararnir eru samt ekki hættir og það vekur upp spurningarmerki hjá mörgum. Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira