Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2025 09:30 KR-ingar eru glaðbeittir enda loksins komnir heim. Vísir/Ívar Eftir langa bið og þónokkra heimaleiki að heiman snúa KR-ingar aftur á Meistaravelli er þeir mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla á morgun. Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn