Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 09:01 Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR. vísir / sigurjón Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar. Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira