Nauðsynlegt og löngu tímabært Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 08:00 Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, með vinnuvélarnar kærkomnu í bakgrunn. Vísir/Einar Loksins, segja KR-ingar sem sáu vinnvélar komnar til starfa við aðalvöll félagsins í vikunni. Fyrsta skref í átt að nýrri ásýnd svæðis félagsins hefur verið tekið. „Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Sjá meira
„Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Sjá meira