Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2025 07:06 Trump og Gabbard hafa sakað Obama um tilraun til valdaráns. Getty Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016. „Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni. Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
„Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni.
Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira