Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 06:59 Trump virðist vera kominn aftur í lið með Evrópu... í bili að minnsta kosti. Hér eru hann og Selenskí með Emmanuel Macron og Keir Starmer þegar útför páfa fór fram í apríl síðastliðnum. Getty/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. „Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“ Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
„Ég er þakklátur Trump fyrir vilja hans til að styðja við okkur í að vernda þjóð okkar,“ sagði Vólódímír Selenskí í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Forsetinn sagðist hafa átt góðar viðræður við Keith Kellogg, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, og þá hefði hann rætt við bæði Trump og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Nató. Viðbrögð við hótun Trump gagnvart Rússum; að gefa þeim 50 daga til að láta af stríðsrekstrinum ellegar sæta refsiaðgerðum, hafa hins vegar verið lágstemmdari. Rússar virðast sjálfir hafa takmarkaðar áhyggjur en Konstantin Kosachev, áhrifamikill rússneskur þingmaður, sagði til að mynda á Telegram að afarkostir Trump væru ekkert annað en „heitt loft“. „Margt getur gerst á 50 dögum; á vígvellinum og í huga þeirra sem eru við völd, bæði í Bandaríkjunum og í Nató,“ sagði hann. Þá benti Yuri Podolyaka, vinsæll hernaðarbloggari, á að Trump ætti það til að sveiflast fram og til baka og skipta um skoðun. Ef marka má orð Trump síðustu daga virðist hann hins vegar orðinn vel meðvitaður um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir eitt og gerir annað. „Ég kem heim og segi við forsetafrúna: Veistu, ég talaði við Vladimír í dag. Við áttum dásamlegt samtal,“ sagði Trump í gær. „Og hún segir: Ó, er það? Það var verið að gera árás á aðra borg.“
Rússland Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira