Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2025 12:39 Hljómsveitin hefur bæði verið lofuð og löstuð fyrir uppátækið. Getty/Yui Mok Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira