Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 08:27 Rafael Grossi, formaður Aljóðakjarnorkumálastofnunarinnar, telur yfirlýsingar um gjöreyðileggingu íranskra kjarnorkuinnviða ekki réttar. Getty Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu. Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu.
Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira