Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:15 Slagorð Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, er að gera „Bandaríkin heilbrigði aftur“. Fyrir honum þýðir það meðal annars að gera börn aftur berskjölduð fyrir ýmsum hættulegum smitsjúkdómum eins og mislingum sem hafði verið útrýmt með bólusetningum. AP/Morry Gash Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki. Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki.
Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira