Hvar er Khamenei? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 08:54 Íranir eru sagðir hafa nokkrar áhyggjur af velferð æðsta leiðtogans. Getty/Majid Saeedi „Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei. Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila