Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 16:28 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning. Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning.
Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira