Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 11:02 Óskar Hrafn, þjálfari KR, þungur á brún á hliðarlínunni í leik KR og Vals í gær. Vísir/Pawel KR steinlá gegn erkifjendum sínum í Val, 6-1, í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Rætt var um stöðu KR og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins í Stúkunni í gær. Tapið í gær sér til þess að KR situr í 10.sæti Bestu deildarinnar og aðeins stigi frá fallsæti. KR hefur skorað gommu af mörkum, er raunar það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni til þessa (31) en á sama tíma er KR það lið sem hefur fengið á sig flest mörk deildarinnar (32). Heyra mátti stuðningsmenn KR baula á sitt lið eftir 6-1 tapið í gær. Þetta var fimmta tap KR á tímabilinu í tólf leikjum og í ítarlegu viðtali eftir leik í gær fór Óskar Hrafn yfir stöðuna. „Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars. „Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað?“ Sex stiga leikir framundan Það er öllum orðið ljóst að Óskar Hrafn mun ekki kvika frá sinni hugmyndafræði og framundan eru risa leikir upp á framhaldið á tímabilinu að gera. „Óskar ætlar aldrei að kvika frá þessu,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni Næstu leikir eru FH heima, KA heima og ÍA úti. Þetta eru allt lið í kringum þá í töflunni. Við getum kallað þessa leiki sex stiga leiki. Sjáum til hvernig úrslitin verða í þessum leikjum en hann er ekki að fara breyta, ekki séns.“ Klippa: Stúkan: Ræddu stöðuna hjá KR og Óskari Ólafur Kristjánsson tók síðan við boltanum. „Við erum búnir að sitja hérna þátt eftir þátt og ræða þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Liðið spilar stórskemmtilegan sóknarbolta og hefur ákveðna hugmyndafræði. Það sem er kannski athyglisverðast við þessa hugmyndarfræði eða nálgun er að oft byrja menn á því að koma stöðugleika á varnarleikinn og vinna sig þaðan inn í sóknarleikinn en Óskar velur að fara aðra leið. Það getur vel verið að það komi einhverjar gagnrýnisraddir úr Vesturbænum en Óskar lætur þær sem vind um eyru þjóta.“ Stúkan Besta deild karla KR Valur Íslenski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Tapið í gær sér til þess að KR situr í 10.sæti Bestu deildarinnar og aðeins stigi frá fallsæti. KR hefur skorað gommu af mörkum, er raunar það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni til þessa (31) en á sama tíma er KR það lið sem hefur fengið á sig flest mörk deildarinnar (32). Heyra mátti stuðningsmenn KR baula á sitt lið eftir 6-1 tapið í gær. Þetta var fimmta tap KR á tímabilinu í tólf leikjum og í ítarlegu viðtali eftir leik í gær fór Óskar Hrafn yfir stöðuna. „Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars. „Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað?“ Sex stiga leikir framundan Það er öllum orðið ljóst að Óskar Hrafn mun ekki kvika frá sinni hugmyndafræði og framundan eru risa leikir upp á framhaldið á tímabilinu að gera. „Óskar ætlar aldrei að kvika frá þessu,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni Næstu leikir eru FH heima, KA heima og ÍA úti. Þetta eru allt lið í kringum þá í töflunni. Við getum kallað þessa leiki sex stiga leiki. Sjáum til hvernig úrslitin verða í þessum leikjum en hann er ekki að fara breyta, ekki séns.“ Klippa: Stúkan: Ræddu stöðuna hjá KR og Óskari Ólafur Kristjánsson tók síðan við boltanum. „Við erum búnir að sitja hérna þátt eftir þátt og ræða þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Liðið spilar stórskemmtilegan sóknarbolta og hefur ákveðna hugmyndafræði. Það sem er kannski athyglisverðast við þessa hugmyndarfræði eða nálgun er að oft byrja menn á því að koma stöðugleika á varnarleikinn og vinna sig þaðan inn í sóknarleikinn en Óskar velur að fara aðra leið. Það getur vel verið að það komi einhverjar gagnrýnisraddir úr Vesturbænum en Óskar lætur þær sem vind um eyru þjóta.“
Stúkan Besta deild karla KR Valur Íslenski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira