„Hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 15. júní 2025 21:29 Jón Þór í leik dagsins. Vísir/Diego „Svekktur, mjög svekkjandi tap. Svekkjandi niðurstaða,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir að hans menn töpuðu 4-1 fyrir Aftureldingu í botnslag Bestu deildar karla í fótbolta. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðu sinni hjá liðinu. „Það er fullt af vendipunktum í þessum leik. Lengi framan af fannst mér meira jákvætt en neikvætt, í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleiknum. Okkur tókst ekki að nýta færin okkar og koma okkur í betri stöðu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Áður en þeir jafna eigum við að vera komnir í stærri forystu. Annað er að mér finnst Axel Óskar (Andrésson) komast upp með tvö ljót brot á gulu spjaldi í seinni hálfleik, í stöðunni 1-1. Síðan á endanum var annað liðið sem nýtti færin sín, það var Afturelding og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi.“ ÍA stillti upp með fjögurra manna varnarlínu í kvöld en hefur fram til þessa á leiktíðinni spilað með fimm til baka. Breyting til hins betra eða verra? „Eins og ég sagði, lengi framan af leik var fleira jákvætt heldur en neikvætt. Komum okkur trekk í trekk í stöður til að koma okkur í góða stöðu í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Bæði hefðum við getað nýtt færin okkar betur og mér fannst oft á tíðum þegar við erum að koma okkur í stöðu ofarlega á vellinum vantaði betri síðustu sendingu til að gera sér betri mat úr þeim stöðum til að skapa fleiri færi.“ Skagamenn eru neðstir með 9 stig að loknum 11 umferðum. Hversu áhyggjufullur er Jón Þór? „Staðan er ekki góð, það er klárt.“ „Að sjálfsögðu. Á meðan við komum okkur ekki í betri stöðu í töflunni þá hefur maður áhyggjur af því. En ég hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því,“ sagði Jón Þór um áhyggjur af sinni stöðu. „Það er alveg klárt að við þurfum að ná aðeins að endurstilla okkur og hrista af okkur, við erum alltof þungir í herðunum og það þarf alltof lítið að gerast til að liðið brotni eins og í restina. Þetta er aldrei 3-1/4-1 leikur en trekk í trekk finnum við okkur í þeirri stöðu og eigum viku eftir viku möguleika til að koma okkur í betri mál í deildinni en meðan við nýtum það ekki þá hefur maður áhyggjur af mörgum hlutum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Það er fullt af vendipunktum í þessum leik. Lengi framan af fannst mér meira jákvætt en neikvætt, í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleiknum. Okkur tókst ekki að nýta færin okkar og koma okkur í betri stöðu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Áður en þeir jafna eigum við að vera komnir í stærri forystu. Annað er að mér finnst Axel Óskar (Andrésson) komast upp með tvö ljót brot á gulu spjaldi í seinni hálfleik, í stöðunni 1-1. Síðan á endanum var annað liðið sem nýtti færin sín, það var Afturelding og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi.“ ÍA stillti upp með fjögurra manna varnarlínu í kvöld en hefur fram til þessa á leiktíðinni spilað með fimm til baka. Breyting til hins betra eða verra? „Eins og ég sagði, lengi framan af leik var fleira jákvætt heldur en neikvætt. Komum okkur trekk í trekk í stöður til að koma okkur í góða stöðu í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Bæði hefðum við getað nýtt færin okkar betur og mér fannst oft á tíðum þegar við erum að koma okkur í stöðu ofarlega á vellinum vantaði betri síðustu sendingu til að gera sér betri mat úr þeim stöðum til að skapa fleiri færi.“ Skagamenn eru neðstir með 9 stig að loknum 11 umferðum. Hversu áhyggjufullur er Jón Þór? „Staðan er ekki góð, það er klárt.“ „Að sjálfsögðu. Á meðan við komum okkur ekki í betri stöðu í töflunni þá hefur maður áhyggjur af því. En ég hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því,“ sagði Jón Þór um áhyggjur af sinni stöðu. „Það er alveg klárt að við þurfum að ná aðeins að endurstilla okkur og hrista af okkur, við erum alltof þungir í herðunum og það þarf alltof lítið að gerast til að liðið brotni eins og í restina. Þetta er aldrei 3-1/4-1 leikur en trekk í trekk finnum við okkur í þeirri stöðu og eigum viku eftir viku möguleika til að koma okkur í betri mál í deildinni en meðan við nýtum það ekki þá hefur maður áhyggjur af mörgum hlutum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira