Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 11:00 Mótmælendur í Los Angeles í gær. AP/Jae C. Hong Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22