Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 12:22 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, lét svipuna ganga og fékk þinglflokk sinn til þess að samþykkja frumvarp Bandaríkjaforseta þrátt fyrir efasemdir margra þeirra. AP/Rod Lamkey yngri Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira