Mun þingið fara fram hjá Trump? Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 12:55 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, segir mikinn stuðning fyrir hertum refsiaðgerðum gegn Rússum á þingi. AP/Rod Lamkey, Jr. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. „Það eru margir þingmenn sem vilja að við beitum Rússland eins kröftugum refsiaðgerðum og við getum,“ sagði Johnson við blaðamenn í gær. „Ég er stuðningsmaður þess.“ Lindsey Graham og Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, hafa samið frumvarp sem myndi herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi til muna, verði það að lögum. Samkvæmt frumvarpinu myndu Bandaríkin setja fimm hundruð prósenta toll á vörur frá öllum ríkjum sem kaupa olíu og/gas frá Rússlandi en það er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham segir 82 aðra þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið og sagði hann í Úkraínu í síðustu viku að það yrði mögulega lagt fyrir öldungadeildina í þessari viku. Með miklum stuðningi í báðum deildum þingsins væri mögulegt að gera frumvarpið að lögum án þess að Trump veiti því blessun sína. Graham skrifaði í morgun færslu á X um ummæli Dmitrís Medvedev, fyrrverandi forseta Rússlands, fyrrverandi forsætisráðherra og sitjandi varaformanns öryggisráðs Rússlands, um að friðarviðræðunum við Úkraínumenn væri ekki ætlað að koma á friði. Þeim væri þess í stað ætlað að hjálpa Rússum að sigra Úkraínu. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Þakkaði Graham Medvedev fyrir að gera afstöðu Rússa skýra. Congratulations to Mr. Medvedev for a rare moment of honesty coming from the Russian propaganda machine. I appreciate you making it clear to the world that Putin and Russia are not remotely interested in peace. https://t.co/KtlHCou8tp— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) June 3, 2025 Hefur oft sagst íhuga aðgerðir Trump gaf nýverið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Þá sagði hann Pútín vera að leika sér að eldinum vegna ítrekaðra árása Rússa á borgi og bæi Úkraínu. „Það sem Vladimír Pútín veit ekki er að ef ekki væri fyrir mig, væru allskonar slæmir hlutir að gerast í Rússlandi og ég meina VIRKILEGA SLÆMIR,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn í síðasta mánuði. Sjá einnig: „Hann er að leika sér að eldinum!“ Forsetinn bandaríski hefur ítrekað gefið til kynna að hann sé að skoða að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur þó aldrei gerst. Þess í stað hefur hann gefið til kynna Bandaríkjamenn muni ganga frá borðinu, ef svo má segja, og jafnvel hætta stuðningi við Úkraínumenn. Slíkt yrði mikill sigur fyrir Pútín og Rússa og myndi gera Úkraínumönnum varnirnar erfiðari. Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. 2. júní 2025 17:09 Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. 2. júní 2025 10:30 Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
„Það eru margir þingmenn sem vilja að við beitum Rússland eins kröftugum refsiaðgerðum og við getum,“ sagði Johnson við blaðamenn í gær. „Ég er stuðningsmaður þess.“ Lindsey Graham og Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, hafa samið frumvarp sem myndi herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi til muna, verði það að lögum. Samkvæmt frumvarpinu myndu Bandaríkin setja fimm hundruð prósenta toll á vörur frá öllum ríkjum sem kaupa olíu og/gas frá Rússlandi en það er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham segir 82 aðra þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið og sagði hann í Úkraínu í síðustu viku að það yrði mögulega lagt fyrir öldungadeildina í þessari viku. Með miklum stuðningi í báðum deildum þingsins væri mögulegt að gera frumvarpið að lögum án þess að Trump veiti því blessun sína. Graham skrifaði í morgun færslu á X um ummæli Dmitrís Medvedev, fyrrverandi forseta Rússlands, fyrrverandi forsætisráðherra og sitjandi varaformanns öryggisráðs Rússlands, um að friðarviðræðunum við Úkraínumenn væri ekki ætlað að koma á friði. Þeim væri þess í stað ætlað að hjálpa Rússum að sigra Úkraínu. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Þakkaði Graham Medvedev fyrir að gera afstöðu Rússa skýra. Congratulations to Mr. Medvedev for a rare moment of honesty coming from the Russian propaganda machine. I appreciate you making it clear to the world that Putin and Russia are not remotely interested in peace. https://t.co/KtlHCou8tp— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) June 3, 2025 Hefur oft sagst íhuga aðgerðir Trump gaf nýverið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Þá sagði hann Pútín vera að leika sér að eldinum vegna ítrekaðra árása Rússa á borgi og bæi Úkraínu. „Það sem Vladimír Pútín veit ekki er að ef ekki væri fyrir mig, væru allskonar slæmir hlutir að gerast í Rússlandi og ég meina VIRKILEGA SLÆMIR,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn í síðasta mánuði. Sjá einnig: „Hann er að leika sér að eldinum!“ Forsetinn bandaríski hefur ítrekað gefið til kynna að hann sé að skoða að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur þó aldrei gerst. Þess í stað hefur hann gefið til kynna Bandaríkjamenn muni ganga frá borðinu, ef svo má segja, og jafnvel hætta stuðningi við Úkraínumenn. Slíkt yrði mikill sigur fyrir Pútín og Rússa og myndi gera Úkraínumönnum varnirnar erfiðari.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. 2. júní 2025 17:09 Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. 2. júní 2025 10:30 Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. 2. júní 2025 17:09
Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. 2. júní 2025 10:30
Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“