Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 08:18 Fréttamenn hafa komið sér fyrir fyrir utan fundarstaðinn í Istanbul. Getty/Murat Sengul Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra, leiðir úkraínsku sendinefndina og Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta, leiðir þá rússnesku. Pútín hefur sagt að Rússar muni skrifa minnisblað um skilyrði sín fyrir mögulegum friði en Úkraínumenn sögðu um helgina að það hefði ekki borist enn. Rússar fengu sambærilegt minnisblað frá Úkraínumönnum í gær og segjast ætla að bregðast við því í dag, samkvæmt frétt Reuters. Væntingar til fundarins eru ekki miklar en ekkert gefur til kynna að Rússar séu tilbúnir til að draga úr kröfum sínum á nokkurn hátt. Kröfur Rússar á síðasta fundi voru umfangsmiklar og var haft eftir Medinskí eftir fundinn að Rússar væru tilbúnir til að halda hernaðinum áfram um árabil. „Kannski munu einhverjir sem sitja hérna við borðið missa fleiri ástvini. Rússland er tilbúið til að berjast að eilífu,“ var haft eftir Medinskí. Fyrri viðræðurnar í Istanbúl leiddu þó til fjölmennustu fangaskipta ríkjanna hingað til. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Úkraínumenn munu samkvæmt Reuters leggja sínar línur á fundinum. Meðal annars muni þeir ekki sætta sig við takmarkanir á stærð herafla þeirra, ekki viðurkenna eignarhald Rússa á hernumdum svæðum og þá vilja Úkraínumenn skaðabætur frá Rússum vegna innrásarinnar. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Vasyl Malyuk, yfirmaður SBU, einnar leyniþjónusta Úkraínu, fóru í gær yfir árásirnar í Rússlandi.EPA/Forsetaembætti Úkraínu Mikill skaði fyrir Rússa Árásir Úkraínumanna á flugvellina í Rússlandi í gær eru líklega þær metnaðarfyllstu sem gerðar hafa verið í Rússlandi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn smygluðu 117 drónum inn í Rússland, samkvæmt Vólódímír Selenskí, forseta, og komu þeim fyrir í þökum smárra gámahúsa. Þeim var svo ekið að flugvöllunum og að virðist í einhverjum tilfellum án þess að ökumenn vörubílanna vissu hvaða farm þeir voru með. Sjá einnig: „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Þegar á staðinn var komið var drónunum flogið frá húsunum og að flugvöllunum, þar sem þeim var flogið á flugvélar. Sjá einnig: Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn sögðust í gær hafa grandað eða skemmt rúmlega fjörutíu flugvélar í árásunum. Enn sem komið er hefur lítið verið staðfest í þeim efnum og er vonast til þess að gervihnattamyndir geti fljótt varpað ljósi á hver mikill skaðinn var raunverulega. Myndefni hefur hingað til staðfest að Úkraínumenn hafi grandað á annan tug flugvéla af mismunandi gerðum. Þar á meðal eru sprengjuvélar sem hafa verið notaðar til að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum og bæjum og geta borið kjarnorkuvopn. Fáar slíkar flugvélar eru framleiddar í Rússlandi þessa dagana og verður erfitt fyrir Rússa að bæta fyrir tjónið. Hver dróni sem notaður var til árásarinnar kostar ef til vill nokkra tugi þúsunda króna en flugvélarnar kosta hundruði milljóna. Árásir gærdagsins munu líklega ekki hafa gífurlega mikil áhrif á aðstæður á víglínunni í Úkraínu en þær munu væntanlega létta álagið á loftvörnum Úkraínumanna um tíma og draga úr árásum á borgir landsins. Lítil umfjöllun í Rússlandi Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um árásirnar í ríkismiðlum Rússlands. Þær þykja mikil skömm fyrir Pútín en rússneskir herbloggarar og málpípur Kreml hafa talað um gærdaginn sem „Pearl Harbor“ Rússlands. Hver viðbrögð Rússa við árásinni verða munu líklega koma fljótt í ljós. Meðal annars gæti Pútín, eins og bent er á í grein Sky News, hótað notkun kjarnorkuvopna enn einu sinni. Fyrri árásir Úkraínumanna í Rússlandi hafa leitt til sambærilegra viðbragða áður og einnig frekari eldflaugaárása á Úkraínu. Looks like Russian media’s been told to ignore Ukraine’s strike on strategic bombers. Instead, they’re leading w/ train crash. Not unusual for difficult news—papers often wait for Kremlin direction. But with a delay this long, it may be Putin might not want people to know at all pic.twitter.com/Nvw4cjjAji— Oliver Carroll (@olliecarroll) June 2, 2025 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tyrkland Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Rustem Umerov, varnarmálaráðherra, leiðir úkraínsku sendinefndina og Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta, leiðir þá rússnesku. Pútín hefur sagt að Rússar muni skrifa minnisblað um skilyrði sín fyrir mögulegum friði en Úkraínumenn sögðu um helgina að það hefði ekki borist enn. Rússar fengu sambærilegt minnisblað frá Úkraínumönnum í gær og segjast ætla að bregðast við því í dag, samkvæmt frétt Reuters. Væntingar til fundarins eru ekki miklar en ekkert gefur til kynna að Rússar séu tilbúnir til að draga úr kröfum sínum á nokkurn hátt. Kröfur Rússar á síðasta fundi voru umfangsmiklar og var haft eftir Medinskí eftir fundinn að Rússar væru tilbúnir til að halda hernaðinum áfram um árabil. „Kannski munu einhverjir sem sitja hérna við borðið missa fleiri ástvini. Rússland er tilbúið til að berjast að eilífu,“ var haft eftir Medinskí. Fyrri viðræðurnar í Istanbúl leiddu þó til fjölmennustu fangaskipta ríkjanna hingað til. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Úkraínumenn munu samkvæmt Reuters leggja sínar línur á fundinum. Meðal annars muni þeir ekki sætta sig við takmarkanir á stærð herafla þeirra, ekki viðurkenna eignarhald Rússa á hernumdum svæðum og þá vilja Úkraínumenn skaðabætur frá Rússum vegna innrásarinnar. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Vasyl Malyuk, yfirmaður SBU, einnar leyniþjónusta Úkraínu, fóru í gær yfir árásirnar í Rússlandi.EPA/Forsetaembætti Úkraínu Mikill skaði fyrir Rússa Árásir Úkraínumanna á flugvellina í Rússlandi í gær eru líklega þær metnaðarfyllstu sem gerðar hafa verið í Rússlandi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn smygluðu 117 drónum inn í Rússland, samkvæmt Vólódímír Selenskí, forseta, og komu þeim fyrir í þökum smárra gámahúsa. Þeim var svo ekið að flugvöllunum og að virðist í einhverjum tilfellum án þess að ökumenn vörubílanna vissu hvaða farm þeir voru með. Sjá einnig: „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Þegar á staðinn var komið var drónunum flogið frá húsunum og að flugvöllunum, þar sem þeim var flogið á flugvélar. Sjá einnig: Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn sögðust í gær hafa grandað eða skemmt rúmlega fjörutíu flugvélar í árásunum. Enn sem komið er hefur lítið verið staðfest í þeim efnum og er vonast til þess að gervihnattamyndir geti fljótt varpað ljósi á hver mikill skaðinn var raunverulega. Myndefni hefur hingað til staðfest að Úkraínumenn hafi grandað á annan tug flugvéla af mismunandi gerðum. Þar á meðal eru sprengjuvélar sem hafa verið notaðar til að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum og bæjum og geta borið kjarnorkuvopn. Fáar slíkar flugvélar eru framleiddar í Rússlandi þessa dagana og verður erfitt fyrir Rússa að bæta fyrir tjónið. Hver dróni sem notaður var til árásarinnar kostar ef til vill nokkra tugi þúsunda króna en flugvélarnar kosta hundruði milljóna. Árásir gærdagsins munu líklega ekki hafa gífurlega mikil áhrif á aðstæður á víglínunni í Úkraínu en þær munu væntanlega létta álagið á loftvörnum Úkraínumanna um tíma og draga úr árásum á borgir landsins. Lítil umfjöllun í Rússlandi Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um árásirnar í ríkismiðlum Rússlands. Þær þykja mikil skömm fyrir Pútín en rússneskir herbloggarar og málpípur Kreml hafa talað um gærdaginn sem „Pearl Harbor“ Rússlands. Hver viðbrögð Rússa við árásinni verða munu líklega koma fljótt í ljós. Meðal annars gæti Pútín, eins og bent er á í grein Sky News, hótað notkun kjarnorkuvopna enn einu sinni. Fyrri árásir Úkraínumanna í Rússlandi hafa leitt til sambærilegra viðbragða áður og einnig frekari eldflaugaárása á Úkraínu. Looks like Russian media’s been told to ignore Ukraine’s strike on strategic bombers. Instead, they’re leading w/ train crash. Not unusual for difficult news—papers often wait for Kremlin direction. But with a delay this long, it may be Putin might not want people to know at all pic.twitter.com/Nvw4cjjAji— Oliver Carroll (@olliecarroll) June 2, 2025
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tyrkland Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira