Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 10:30 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AP/Andy Buchanan Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Bretland Hernaður Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar.
Bretland Hernaður Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira