„Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2025 23:15 Rúnar Kristinsson og Helgi Sigurðsson. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hrósaði Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, í hástert eftir sigur liðsins á KR þegar liðin mættust í Laugardalnum í Bestu deild karla í fótbolta. „Það sem Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfari KR) hefur talað um og vill að gerist hjá liðum sínum er að hann vill halda boltanum miðsvæðis eins lengi og hann mögulega getur. Í þessum leik ákveður Rúnar að þétta miðjuna vel, setur meðal Kennie Chopart á miðjuna í fyrsta sinn í sumar og reynir að loka öllu sem hann getur inn á miðjunni,“ svarar Baldur eftir að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spyr hvað það var sem Fram gerði í sínum varnarleik. „En KR-ingarnir eru svo góðir í því sem þeir gera að það er erfitt að verjast þessu. Mætir Kennie og sópar upp.“ „Þú sem þjálfari ert að velja leikkerfi, taktík eða eitthvað sem lágmarkar möguleika andstæðinganna. Ég vil meina að það hafi tekist fullkomlega hjá Rúnari og það hafi verið hálfgert masterclass, hvernig hann fór í þennan leik. Var ekki í raun fyrr en eftir 60 mínútur sem mér fannst KR ganga á lagið, nýttu breiddina og teygðu meira á Fram-liðinu frekar en að fara alltaf í gegnum miðjuna.“ „Rúnar var búinn að lesa það. Bakverðir KR voru eins og hornamenn i handbolta, það var verið að stimpla fyrir utan og alltaf verið að reyna keyra á miðjuna. Þeir voru varla með fyrr en síðustu kannski 20-30 mínúturnar. Fannst það vannýtt auðlind í þessum leik, Gabríel Hrannar (Eyjólfsson) í vinstribakverðinum hjá KR hefur verið bókstaflega frábær og erið að tengja gríðarlega vel með Aroni (Sigurðarsyni).“ „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega. Það var ekki fullkomið, KR-ingar sköpuðu sér alveg færi, er ekki að segja það. En að fara í þetta og hvernig þeir framkvæmdu það. Kennie og Simon Tibbling frábærir á miðjunni, Vuk Oskar (Dimitrijevic), Jakob Byström og Már (Ægisson) með gríðarlega hlaupagetu og fljótir fram. Róbert Hauksson frammi, þarna kom sigurinn hjá Fram. Með smá heppni í lokin að sjálfsögðu.“ Klippa: Stúkan: „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
„Það sem Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfari KR) hefur talað um og vill að gerist hjá liðum sínum er að hann vill halda boltanum miðsvæðis eins lengi og hann mögulega getur. Í þessum leik ákveður Rúnar að þétta miðjuna vel, setur meðal Kennie Chopart á miðjuna í fyrsta sinn í sumar og reynir að loka öllu sem hann getur inn á miðjunni,“ svarar Baldur eftir að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spyr hvað það var sem Fram gerði í sínum varnarleik. „En KR-ingarnir eru svo góðir í því sem þeir gera að það er erfitt að verjast þessu. Mætir Kennie og sópar upp.“ „Þú sem þjálfari ert að velja leikkerfi, taktík eða eitthvað sem lágmarkar möguleika andstæðinganna. Ég vil meina að það hafi tekist fullkomlega hjá Rúnari og það hafi verið hálfgert masterclass, hvernig hann fór í þennan leik. Var ekki í raun fyrr en eftir 60 mínútur sem mér fannst KR ganga á lagið, nýttu breiddina og teygðu meira á Fram-liðinu frekar en að fara alltaf í gegnum miðjuna.“ „Rúnar var búinn að lesa það. Bakverðir KR voru eins og hornamenn i handbolta, það var verið að stimpla fyrir utan og alltaf verið að reyna keyra á miðjuna. Þeir voru varla með fyrr en síðustu kannski 20-30 mínúturnar. Fannst það vannýtt auðlind í þessum leik, Gabríel Hrannar (Eyjólfsson) í vinstribakverðinum hjá KR hefur verið bókstaflega frábær og erið að tengja gríðarlega vel með Aroni (Sigurðarsyni).“ „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega. Það var ekki fullkomið, KR-ingar sköpuðu sér alveg færi, er ekki að segja það. En að fara í þetta og hvernig þeir framkvæmdu það. Kennie og Simon Tibbling frábærir á miðjunni, Vuk Oskar (Dimitrijevic), Jakob Byström og Már (Ægisson) með gríðarlega hlaupagetu og fljótir fram. Róbert Hauksson frammi, þarna kom sigurinn hjá Fram. Með smá heppni í lokin að sjálfsögðu.“ Klippa: Stúkan: „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki