„Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2025 23:15 Rúnar Kristinsson og Helgi Sigurðsson. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hrósaði Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, í hástert eftir sigur liðsins á KR þegar liðin mættust í Laugardalnum í Bestu deild karla í fótbolta. „Það sem Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfari KR) hefur talað um og vill að gerist hjá liðum sínum er að hann vill halda boltanum miðsvæðis eins lengi og hann mögulega getur. Í þessum leik ákveður Rúnar að þétta miðjuna vel, setur meðal Kennie Chopart á miðjuna í fyrsta sinn í sumar og reynir að loka öllu sem hann getur inn á miðjunni,“ svarar Baldur eftir að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spyr hvað það var sem Fram gerði í sínum varnarleik. „En KR-ingarnir eru svo góðir í því sem þeir gera að það er erfitt að verjast þessu. Mætir Kennie og sópar upp.“ „Þú sem þjálfari ert að velja leikkerfi, taktík eða eitthvað sem lágmarkar möguleika andstæðinganna. Ég vil meina að það hafi tekist fullkomlega hjá Rúnari og það hafi verið hálfgert masterclass, hvernig hann fór í þennan leik. Var ekki í raun fyrr en eftir 60 mínútur sem mér fannst KR ganga á lagið, nýttu breiddina og teygðu meira á Fram-liðinu frekar en að fara alltaf í gegnum miðjuna.“ „Rúnar var búinn að lesa það. Bakverðir KR voru eins og hornamenn i handbolta, það var verið að stimpla fyrir utan og alltaf verið að reyna keyra á miðjuna. Þeir voru varla með fyrr en síðustu kannski 20-30 mínúturnar. Fannst það vannýtt auðlind í þessum leik, Gabríel Hrannar (Eyjólfsson) í vinstribakverðinum hjá KR hefur verið bókstaflega frábær og erið að tengja gríðarlega vel með Aroni (Sigurðarsyni).“ „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega. Það var ekki fullkomið, KR-ingar sköpuðu sér alveg færi, er ekki að segja það. En að fara í þetta og hvernig þeir framkvæmdu það. Kennie og Simon Tibbling frábærir á miðjunni, Vuk Oskar (Dimitrijevic), Jakob Byström og Már (Ægisson) með gríðarlega hlaupagetu og fljótir fram. Róbert Hauksson frammi, þarna kom sigurinn hjá Fram. Með smá heppni í lokin að sjálfsögðu.“ Klippa: Stúkan: „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
„Það sem Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfari KR) hefur talað um og vill að gerist hjá liðum sínum er að hann vill halda boltanum miðsvæðis eins lengi og hann mögulega getur. Í þessum leik ákveður Rúnar að þétta miðjuna vel, setur meðal Kennie Chopart á miðjuna í fyrsta sinn í sumar og reynir að loka öllu sem hann getur inn á miðjunni,“ svarar Baldur eftir að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spyr hvað það var sem Fram gerði í sínum varnarleik. „En KR-ingarnir eru svo góðir í því sem þeir gera að það er erfitt að verjast þessu. Mætir Kennie og sópar upp.“ „Þú sem þjálfari ert að velja leikkerfi, taktík eða eitthvað sem lágmarkar möguleika andstæðinganna. Ég vil meina að það hafi tekist fullkomlega hjá Rúnari og það hafi verið hálfgert masterclass, hvernig hann fór í þennan leik. Var ekki í raun fyrr en eftir 60 mínútur sem mér fannst KR ganga á lagið, nýttu breiddina og teygðu meira á Fram-liðinu frekar en að fara alltaf í gegnum miðjuna.“ „Rúnar var búinn að lesa það. Bakverðir KR voru eins og hornamenn i handbolta, það var verið að stimpla fyrir utan og alltaf verið að reyna keyra á miðjuna. Þeir voru varla með fyrr en síðustu kannski 20-30 mínúturnar. Fannst það vannýtt auðlind í þessum leik, Gabríel Hrannar (Eyjólfsson) í vinstribakverðinum hjá KR hefur verið bókstaflega frábær og erið að tengja gríðarlega vel með Aroni (Sigurðarsyni).“ „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega. Það var ekki fullkomið, KR-ingar sköpuðu sér alveg færi, er ekki að segja það. En að fara í þetta og hvernig þeir framkvæmdu það. Kennie og Simon Tibbling frábærir á miðjunni, Vuk Oskar (Dimitrijevic), Jakob Byström og Már (Ægisson) með gríðarlega hlaupagetu og fljótir fram. Róbert Hauksson frammi, þarna kom sigurinn hjá Fram. Með smá heppni í lokin að sjálfsögðu.“ Klippa: Stúkan: „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira