„Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2025 23:15 Rúnar Kristinsson og Helgi Sigurðsson. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hrósaði Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, í hástert eftir sigur liðsins á KR þegar liðin mættust í Laugardalnum í Bestu deild karla í fótbolta. „Það sem Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfari KR) hefur talað um og vill að gerist hjá liðum sínum er að hann vill halda boltanum miðsvæðis eins lengi og hann mögulega getur. Í þessum leik ákveður Rúnar að þétta miðjuna vel, setur meðal Kennie Chopart á miðjuna í fyrsta sinn í sumar og reynir að loka öllu sem hann getur inn á miðjunni,“ svarar Baldur eftir að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spyr hvað það var sem Fram gerði í sínum varnarleik. „En KR-ingarnir eru svo góðir í því sem þeir gera að það er erfitt að verjast þessu. Mætir Kennie og sópar upp.“ „Þú sem þjálfari ert að velja leikkerfi, taktík eða eitthvað sem lágmarkar möguleika andstæðinganna. Ég vil meina að það hafi tekist fullkomlega hjá Rúnari og það hafi verið hálfgert masterclass, hvernig hann fór í þennan leik. Var ekki í raun fyrr en eftir 60 mínútur sem mér fannst KR ganga á lagið, nýttu breiddina og teygðu meira á Fram-liðinu frekar en að fara alltaf í gegnum miðjuna.“ „Rúnar var búinn að lesa það. Bakverðir KR voru eins og hornamenn i handbolta, það var verið að stimpla fyrir utan og alltaf verið að reyna keyra á miðjuna. Þeir voru varla með fyrr en síðustu kannski 20-30 mínúturnar. Fannst það vannýtt auðlind í þessum leik, Gabríel Hrannar (Eyjólfsson) í vinstribakverðinum hjá KR hefur verið bókstaflega frábær og erið að tengja gríðarlega vel með Aroni (Sigurðarsyni).“ „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega. Það var ekki fullkomið, KR-ingar sköpuðu sér alveg færi, er ekki að segja það. En að fara í þetta og hvernig þeir framkvæmdu það. Kennie og Simon Tibbling frábærir á miðjunni, Vuk Oskar (Dimitrijevic), Jakob Byström og Már (Ægisson) með gríðarlega hlaupagetu og fljótir fram. Róbert Hauksson frammi, þarna kom sigurinn hjá Fram. Með smá heppni í lokin að sjálfsögðu.“ Klippa: Stúkan: „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
„Það sem Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfari KR) hefur talað um og vill að gerist hjá liðum sínum er að hann vill halda boltanum miðsvæðis eins lengi og hann mögulega getur. Í þessum leik ákveður Rúnar að þétta miðjuna vel, setur meðal Kennie Chopart á miðjuna í fyrsta sinn í sumar og reynir að loka öllu sem hann getur inn á miðjunni,“ svarar Baldur eftir að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spyr hvað það var sem Fram gerði í sínum varnarleik. „En KR-ingarnir eru svo góðir í því sem þeir gera að það er erfitt að verjast þessu. Mætir Kennie og sópar upp.“ „Þú sem þjálfari ert að velja leikkerfi, taktík eða eitthvað sem lágmarkar möguleika andstæðinganna. Ég vil meina að það hafi tekist fullkomlega hjá Rúnari og það hafi verið hálfgert masterclass, hvernig hann fór í þennan leik. Var ekki í raun fyrr en eftir 60 mínútur sem mér fannst KR ganga á lagið, nýttu breiddina og teygðu meira á Fram-liðinu frekar en að fara alltaf í gegnum miðjuna.“ „Rúnar var búinn að lesa það. Bakverðir KR voru eins og hornamenn i handbolta, það var verið að stimpla fyrir utan og alltaf verið að reyna keyra á miðjuna. Þeir voru varla með fyrr en síðustu kannski 20-30 mínúturnar. Fannst það vannýtt auðlind í þessum leik, Gabríel Hrannar (Eyjólfsson) í vinstribakverðinum hjá KR hefur verið bókstaflega frábær og erið að tengja gríðarlega vel með Aroni (Sigurðarsyni).“ „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega. Það var ekki fullkomið, KR-ingar sköpuðu sér alveg færi, er ekki að segja það. En að fara í þetta og hvernig þeir framkvæmdu það. Kennie og Simon Tibbling frábærir á miðjunni, Vuk Oskar (Dimitrijevic), Jakob Byström og Már (Ægisson) með gríðarlega hlaupagetu og fljótir fram. Róbert Hauksson frammi, þarna kom sigurinn hjá Fram. Með smá heppni í lokin að sjálfsögðu.“ Klippa: Stúkan: „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira