Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. maí 2025 06:41 Lögreglumenn rannsaka morðvetnanginn fyrir utan Gyðingasafnið í Washington í nótt. AP Photo/Rod Lamkey, Jr. Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Breska ríkisútvarpið segir að um ungt par hafi verið að ræða og að þau hafi verið að koma af ráðstefnu í safninu sem gekk út á að ræða málefni íbúa Gasa svæðisins. Árásin átti sér stað um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma eða klukkan níu að kvöldi í Washington. Þau látnu hétu Yaron Lischinsky og Sarah Lynn Milgrim samkvæmt upplýsingum ísraelska sendiráðsins. Sá grunaði er í haldi lögreglu. Um er að ræða þrítugan Chicagobúa, Elias Rodriguez. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður og við handtökuna hrópaði hann slagorð til stuðnings Palestínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tjáð sig um árásina og segir árásarmanninn augljóslega drifinn áfram af gyðingaandúð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir morðin sláandi og dæmi um villimannslegt gyðingahatur. Rekja morðin til „undirróðurs“ gegn Ísrael Ísraelskir ráðamenn hafa einnig fordæmt morðin. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fullyrti að morðinginn hefði verið knúinn áfram af gyðingahatri. „Við verðum nú vitni að hræðilegum kostnaði gyðingahaturs og æsilegs undirróðurs gegn Ísraelsríki. Blóðið eykst í blóðsökinni gegn Ísrael og það verður að berjast gegn henni fram í rauðan dauðann,“ sagði Netanjahú og vísaði til aldagamalla rasískra lygafregna um að gyðingar hefðu drepið frelsara kristinna manna til þess að nota blóðið úr honum í helgiathöfnum sínum. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist jafnframt hafa óttast að eitthvað af þessu tagi gæti gerst vegna „eitraðs, andgyðinglegs undirróðurs“ gegn Ísrael og gyðingum um allan heim frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október 2023. „Leiðtogar og embættismenn í mörgum löndum og alþjóðlegum samtökum stunda þennan undirróður líka, sérstaklega í Evrópu,“ sagði Saar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir að um ungt par hafi verið að ræða og að þau hafi verið að koma af ráðstefnu í safninu sem gekk út á að ræða málefni íbúa Gasa svæðisins. Árásin átti sér stað um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma eða klukkan níu að kvöldi í Washington. Þau látnu hétu Yaron Lischinsky og Sarah Lynn Milgrim samkvæmt upplýsingum ísraelska sendiráðsins. Sá grunaði er í haldi lögreglu. Um er að ræða þrítugan Chicagobúa, Elias Rodriguez. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður og við handtökuna hrópaði hann slagorð til stuðnings Palestínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tjáð sig um árásina og segir árásarmanninn augljóslega drifinn áfram af gyðingaandúð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir morðin sláandi og dæmi um villimannslegt gyðingahatur. Rekja morðin til „undirróðurs“ gegn Ísrael Ísraelskir ráðamenn hafa einnig fordæmt morðin. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fullyrti að morðinginn hefði verið knúinn áfram af gyðingahatri. „Við verðum nú vitni að hræðilegum kostnaði gyðingahaturs og æsilegs undirróðurs gegn Ísraelsríki. Blóðið eykst í blóðsökinni gegn Ísrael og það verður að berjast gegn henni fram í rauðan dauðann,“ sagði Netanjahú og vísaði til aldagamalla rasískra lygafregna um að gyðingar hefðu drepið frelsara kristinna manna til þess að nota blóðið úr honum í helgiathöfnum sínum. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist jafnframt hafa óttast að eitthvað af þessu tagi gæti gerst vegna „eitraðs, andgyðinglegs undirróðurs“ gegn Ísrael og gyðingum um allan heim frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október 2023. „Leiðtogar og embættismenn í mörgum löndum og alþjóðlegum samtökum stunda þennan undirróður líka, sérstaklega í Evrópu,“ sagði Saar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03
Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09
Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27