Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 10:58 Norskur olíuborpallur í Norðursjó. Skylt er að taka tillit til loftslagsáhrifa þess að olíu og gasi sé brennt við umhverfismat á vinnslunni samkvæmt nýju áliti EFTA-dómstólsins. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó. Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila