Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. maí 2025 14:15 Lineker hefur áður ollið uppnámi vegna ummæla um pólitísk málefni. EPA-EFE/WILL OLIVER Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Gary Lineker lætum af störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, á sunnudag. Hann hættir í skugga ásakana um gyðingahatur. Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan. Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan.
Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira