Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. maí 2025 23:35 Haraldur Ólafsson segir horfur á þremur góðum dögum til viðbótar áður en vætan kemur. Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“ Veður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“
Veður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Sjá meira