Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 11:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna í Katar í morgun. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vilja gera Gasaströndina að „frelsissvæði“. Það gæti gerst ef Bandaríkin myndu taka yfir stjórn svæðisins, eins og hann hefur áður talað um. „Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt. Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
„Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt.
Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06
Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57
Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36
Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent