Láta bandarískan gísl lausan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 23:55 Edan Alexander hefur verið í haldi Hamas frá upphafi þessa stríðs. AP/Ohad Zwigenberg Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir Edan loks á leið heim til fjölskyldu sinnar. Hann verður leystur úr haldi á þriðjudaginn, samkvæmt umfjöllun Reuters. Frelsi hans er skilyrðislaust að því er erlendir miðlar greina frá en Ísraelsmönnum verður gert að gera hlé á árásum og flygildaflugi að minnsta kosti á meðan verið er að flytja Edan til Ísraels. Í apríl birti Hamas myndband af Edan þar sem hann gagnrýndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og ísraelsku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt fyrir lausn hans. Netanjahú segir í yfirlýsingu að árásum verði ekki hætt þrátt fyrir lausn Edans. „Í samræmi við stefnu Ísraels verða viðræður haldnar á meðan árásum stendur, samkvæmt skuldbindingum okkar um að ná öllum markmiðum okkar með stríðinu,“ segir í yfirlýsingu Netanjahú. Fulltrúar Hamas og Bandaríkjanna hafa síðustu daga fundað í Katar og freista þess að koma á ögn langlífara vopnahléi en síðast. Sama dag og Edan Alexander á að verða sleppt hefst ferðalag Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda. Ekki stendur til að hann fari til Ísraels enn sem komið er. Hann fer á fund leiðtoga í Sádí-Arabíu, Furstadæmunum og Katar. Af 59 gíslum sem enn eru í haldi Hamas gerir bandaríska leyniþjónustan ráð fyrir að 21 sé enn á lífi. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelar drepið hátt undir 53 þúsund manns og hrakið rúmlega tvær milljónir á vergang. Milljónir búa við hryllilegar aðstæður í tjaldbúðum víða um Gasaströndina að mestu án öruggs aðgangs að mat eða læknisþjónustu vegna tálmana Ísraelshers. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir Edan loks á leið heim til fjölskyldu sinnar. Hann verður leystur úr haldi á þriðjudaginn, samkvæmt umfjöllun Reuters. Frelsi hans er skilyrðislaust að því er erlendir miðlar greina frá en Ísraelsmönnum verður gert að gera hlé á árásum og flygildaflugi að minnsta kosti á meðan verið er að flytja Edan til Ísraels. Í apríl birti Hamas myndband af Edan þar sem hann gagnrýndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og ísraelsku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt fyrir lausn hans. Netanjahú segir í yfirlýsingu að árásum verði ekki hætt þrátt fyrir lausn Edans. „Í samræmi við stefnu Ísraels verða viðræður haldnar á meðan árásum stendur, samkvæmt skuldbindingum okkar um að ná öllum markmiðum okkar með stríðinu,“ segir í yfirlýsingu Netanjahú. Fulltrúar Hamas og Bandaríkjanna hafa síðustu daga fundað í Katar og freista þess að koma á ögn langlífara vopnahléi en síðast. Sama dag og Edan Alexander á að verða sleppt hefst ferðalag Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda. Ekki stendur til að hann fari til Ísraels enn sem komið er. Hann fer á fund leiðtoga í Sádí-Arabíu, Furstadæmunum og Katar. Af 59 gíslum sem enn eru í haldi Hamas gerir bandaríska leyniþjónustan ráð fyrir að 21 sé enn á lífi. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelar drepið hátt undir 53 þúsund manns og hrakið rúmlega tvær milljónir á vergang. Milljónir búa við hryllilegar aðstæður í tjaldbúðum víða um Gasaströndina að mestu án öruggs aðgangs að mat eða læknisþjónustu vegna tálmana Ísraelshers.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent