„Elska að horfa á FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2025 13:47 FH-ingar hafa unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í Bestu deild kvenna og aðeins fengið á sig tvö mörk, fæst allra. vísir/guðmundur þórlaugarson FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti