Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 10:22 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ferðaðist til Ankara í morgun. AP/Evgeniy Maloletka Sendinefndir frá bæði Úkraínu og Rússlandi verða í Tyrklandi í dag en óljóst er hvort þær munu í raun hittast. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, neitaði að hitta Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í persónu og sendi þess í stað tiltölulega lágt setta erindreka. Viðræður áttu að hefjast í morgun en þeim ku hafa verið frestað. Ekki liggur fyrir af hverju en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir Tyrki hafa lagt til að viðræðurnar færu fram seinni partinn í dag. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl, þar sem viðræðurnar eiga að fara fram, og ræða persónulega við Pútín en hann sagðist ekki ætla að ræða við neinn annan en rússneska forsetann. Hann sagði þegar flugvél hans lenti í Anakara í morgun að rússneska sendinefndin væri til lítils annars en skrauts. Ekki væri búið að taka loka ákvörðun um viðræður og meðal annars væri verið að ræða málið við Bandaríkjamenn. First and foremost, I want to thank President @RTErdogan for organizing the opportunity for direct negotiations – that was exactly the signal we had received. The Ukrainian side confirmed its readiness, and today, we are here in the capital, in Ankara.Ukraine is represented by… pic.twitter.com/P0uFaOSlhj— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Utanríkisráðuneyti Rússlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að Selenskí væri „trúður“ og „glataður“ og hefði ekki rétt á því að tala svona um hæft fólk. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kallaði Selenskí í kjölfarið „aumkunarverðan mann“ vegna þess að hann krafðist þess að Pútín mætti til Tyrklands. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Selenskí mun í dag hitta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Ankara en hann mun, samkvæmt starfsmönnum hans, kalla eftir vopnahléi í Úkraínu og friðarviðræðum. Viðræður ekki líklegar til árangurs New York Times segir blaðamenn, ljósmyndara og tökumenn bíða fyrir utan Dolmbabache höllina í Istanbúl, þar sem viðræður ríkjanna fóru fram 2022, eftir að rússneskir ríkismiðlar sögðu að viðræðurnar ættu að fara fram þar. Hins vegar sé óljóst hvort viðræðurnar muni eiga sér stað og jafnvel hvort úkraínskir erindrekar séu yfir höfuð í borginni. Meðal þeirra sem Pútín sendi til Tyrklands eru Vladimír Medínskí, aðstoðarmaður hans, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Í sendinefndinni eru einnig aðstoðarutanríkisráðherra og yfirmaður GRU, leyniþjónustu Rússneska hersins. Sjá einnig: Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Í grein Wall Street Journal segir að sú ákvörðun Pútíns að senda tiltölulega lágt setta erindreka til viðræða þyki benda til þess að þær séu ekki líklegar til árangurs. Það að Medinsky leiði sendinefndina gefi til kynna að kröfur Pútíns séu engu minni en þær voru 2022. Þær feli í raun í sér endalok Úkraínu sem fullvelda ríkis og að gera Úkraínumönnum ómögulegt að verja sig í framtíðinni. Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Þrír fundir eiga í raun að eiga sér stað í Tyrklandi í dag. Í Ankara hittir Selenskí Erdogan. Svo eiga erindrekarnir að hittast í Istanbú. Þar að auki funda utanríkisráðherrar NATO-ríkja í Antalya við strendur Miðjarðarhafsins. Tyrkland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Viðræður áttu að hefjast í morgun en þeim ku hafa verið frestað. Ekki liggur fyrir af hverju en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir Tyrki hafa lagt til að viðræðurnar færu fram seinni partinn í dag. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl, þar sem viðræðurnar eiga að fara fram, og ræða persónulega við Pútín en hann sagðist ekki ætla að ræða við neinn annan en rússneska forsetann. Hann sagði þegar flugvél hans lenti í Anakara í morgun að rússneska sendinefndin væri til lítils annars en skrauts. Ekki væri búið að taka loka ákvörðun um viðræður og meðal annars væri verið að ræða málið við Bandaríkjamenn. First and foremost, I want to thank President @RTErdogan for organizing the opportunity for direct negotiations – that was exactly the signal we had received. The Ukrainian side confirmed its readiness, and today, we are here in the capital, in Ankara.Ukraine is represented by… pic.twitter.com/P0uFaOSlhj— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Utanríkisráðuneyti Rússlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að Selenskí væri „trúður“ og „glataður“ og hefði ekki rétt á því að tala svona um hæft fólk. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kallaði Selenskí í kjölfarið „aumkunarverðan mann“ vegna þess að hann krafðist þess að Pútín mætti til Tyrklands. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Selenskí mun í dag hitta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Ankara en hann mun, samkvæmt starfsmönnum hans, kalla eftir vopnahléi í Úkraínu og friðarviðræðum. Viðræður ekki líklegar til árangurs New York Times segir blaðamenn, ljósmyndara og tökumenn bíða fyrir utan Dolmbabache höllina í Istanbúl, þar sem viðræður ríkjanna fóru fram 2022, eftir að rússneskir ríkismiðlar sögðu að viðræðurnar ættu að fara fram þar. Hins vegar sé óljóst hvort viðræðurnar muni eiga sér stað og jafnvel hvort úkraínskir erindrekar séu yfir höfuð í borginni. Meðal þeirra sem Pútín sendi til Tyrklands eru Vladimír Medínskí, aðstoðarmaður hans, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Í sendinefndinni eru einnig aðstoðarutanríkisráðherra og yfirmaður GRU, leyniþjónustu Rússneska hersins. Sjá einnig: Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Í grein Wall Street Journal segir að sú ákvörðun Pútíns að senda tiltölulega lágt setta erindreka til viðræða þyki benda til þess að þær séu ekki líklegar til árangurs. Það að Medinsky leiði sendinefndina gefi til kynna að kröfur Pútíns séu engu minni en þær voru 2022. Þær feli í raun í sér endalok Úkraínu sem fullvelda ríkis og að gera Úkraínumönnum ómögulegt að verja sig í framtíðinni. Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Þrír fundir eiga í raun að eiga sér stað í Tyrklandi í dag. Í Ankara hittir Selenskí Erdogan. Svo eiga erindrekarnir að hittast í Istanbú. Þar að auki funda utanríkisráðherrar NATO-ríkja í Antalya við strendur Miðjarðarhafsins.
Tyrkland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira