Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 11:36 Palestínumenn syrgja ættingja sína sem féllu í ársum í gærkvöldi og í nótt. AP/Jehad Alshrafi Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar á hús og flóttamannabúðir í Jabalia. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segja að minnsta kosti 53 hafa fallið í árásunum. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað tjá sig um árásirnar við fjölmiðla ytra í morgun að öðru leyti en að segja að íbúar á svæðinu hafi verið varaðir við væntanlegum árásum. Það hafi verið gert eftir að eldflaugum hafi verið skotið frá svæðinu, samkvæmt frétt Sky News. Fyrr í gær vörpuðu Ísraelar einnig öflugum sprengjum, sem virðast hannaðar til að granda neðanjarðarbyrgjum, á bílastæði við hið svokallaða evrópska sjúkrahús í suðurhluta Gasastrandarinnar. Heilbrigðisráðuneytið segir að minnsta kosti 28 hafa fallið í þeim árásum, samkvæmt frétt BBC. Ísraelar segja þær árásir hafa beinst að stjórnstöð Hamas-samtakanna undir sjúkrahúsinu og hefur þí verið haldið fram að Mohammed Sinwar, sem varð leiðtogi Hamas-samtakanna eftir að bróðir hans Yahya Sinwar, var felldur í október, hafi verið í byrginu. Það hefur ekki verið staðfest. Vill koma í veg fyrir þjóðarmorð Tom Fletcher, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði í gær eftir því að Öryggisráðið gripi til aðgerða til að koma í veg fyrir „þjóðarmorð“ á Gasaströndinni. Hann sakaði ráðamenn í Ísrael um að valda vísvitandi hörmulegum aðstæðum á svæðinu og óbreytta borgara þar. Fletcher kallaði eftir því að Ísraelar hleyptu aftur birgðum og neyðaraðstoð inn á Gasa, sem þeir hafa ekki gert í um tíu vikur. Þá gagnrýndi hann yfirlýstar ætlanir Ísraela um að taka yfir stjórn á dreifingu neyðaraðstoðar. Ráðamenn í Ísrael hafa lýst því yfir að þeir ætli að auka umfang hernaðar þeirra á Gasaströndinni. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 „Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mannúð á Gasa“ „Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. 7. maí 2025 13:06 „Ástandið er að versna“ Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. 5. maí 2025 23:39 Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“ 5. maí 2025 15:16 Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar á hús og flóttamannabúðir í Jabalia. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segja að minnsta kosti 53 hafa fallið í árásunum. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað tjá sig um árásirnar við fjölmiðla ytra í morgun að öðru leyti en að segja að íbúar á svæðinu hafi verið varaðir við væntanlegum árásum. Það hafi verið gert eftir að eldflaugum hafi verið skotið frá svæðinu, samkvæmt frétt Sky News. Fyrr í gær vörpuðu Ísraelar einnig öflugum sprengjum, sem virðast hannaðar til að granda neðanjarðarbyrgjum, á bílastæði við hið svokallaða evrópska sjúkrahús í suðurhluta Gasastrandarinnar. Heilbrigðisráðuneytið segir að minnsta kosti 28 hafa fallið í þeim árásum, samkvæmt frétt BBC. Ísraelar segja þær árásir hafa beinst að stjórnstöð Hamas-samtakanna undir sjúkrahúsinu og hefur þí verið haldið fram að Mohammed Sinwar, sem varð leiðtogi Hamas-samtakanna eftir að bróðir hans Yahya Sinwar, var felldur í október, hafi verið í byrginu. Það hefur ekki verið staðfest. Vill koma í veg fyrir þjóðarmorð Tom Fletcher, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði í gær eftir því að Öryggisráðið gripi til aðgerða til að koma í veg fyrir „þjóðarmorð“ á Gasaströndinni. Hann sakaði ráðamenn í Ísrael um að valda vísvitandi hörmulegum aðstæðum á svæðinu og óbreytta borgara þar. Fletcher kallaði eftir því að Ísraelar hleyptu aftur birgðum og neyðaraðstoð inn á Gasa, sem þeir hafa ekki gert í um tíu vikur. Þá gagnrýndi hann yfirlýstar ætlanir Ísraela um að taka yfir stjórn á dreifingu neyðaraðstoðar. Ráðamenn í Ísrael hafa lýst því yfir að þeir ætli að auka umfang hernaðar þeirra á Gasaströndinni. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 „Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mannúð á Gasa“ „Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. 7. maí 2025 13:06 „Ástandið er að versna“ Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. 5. maí 2025 23:39 Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“ 5. maí 2025 15:16 Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55
„Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mannúð á Gasa“ „Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. 7. maí 2025 13:06
„Ástandið er að versna“ Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. 5. maí 2025 23:39
Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“ 5. maí 2025 15:16
Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47