Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 11:02 Það styttist óðum í fyrsta leik Grindvíkinga í Grindavík síðan árið 2023. Vísir/Aron Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. Þetta kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Um þetta er fjallað á vef Grindavíkurbæjar þar sem segir að nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga sýni að ekkert bendi til hættu á yfirborði Grindavíkurvallar (eða Stakkavíkurvallar eins og hann er nú nefndur eftir styrktaraðila). Jarðfræðingar staðfesti að berggrunnur á svæðinu sé öruggur og að búið sé að grípa til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgist íþróttasvæðið. Karla- og kvennalið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðustu leiktíð í Safamýri, á svæði Víkings í Reykjavík, vegna eldgosanna á Reykjanesskaga. Kvennaliðið hefur nú sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ en snemma var stefnan sett á að karlaliðið myndi spila sína heimaleiki í Grindavík. Um það fjallaði Vísir strax í febrúar. Öll mannvirki sem tengjast knattspyrnuvellinum, það er að segja búningsklefar og áhorfendastúka, hafa verið metin örugg til notkunar sem og völlurinn sjálfur. Engar skemmdir voru sjáanlegar við skoðun 30. apríl og engin merki um hreyfingar. Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að öll svæði í bænum sem metin hafi verið hættuleg hafi verið girt af með tveggja metra háum girðingum og merkt með skiltum sem banni umferð. Búið sé að gera við fjölmargar sprungur innan bæjarins á undanförnum mánuðum og svæði í bænum staðist umfangsmiklar álagsprófanir. Grindvíkingar hvetja gesti til að koma í heimsókn og minna á að bærinn hafi verið opinn almenningi frá 21. október í fyrra. Þá er þess getið að ef breyting verði á hættustigi verði staða Grindavíkurvallar þegar í stað endurmetin í samstarfi við sérfræðinga. Haldið var upp á 90 ára afmæli UMFG í síðustu viku og voru íþróttamannvirki félagsins þá opnuð almenningi í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023. Gleðin skein úr hverju andliti í íþróttasalnum og á sama tíma var fótboltaæfing í gangi á Grindavíkurvelli og sundlaugin full af fólki. Nú þegar ljóst er að Grindavík mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í fótbolta í Grindavík í sumar er svo næsta skref mögulega að körfuboltalið félagsins spili sína heimaleiki einnig í Grindavík á næstu leiktíð. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í síðustu viku. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Þetta kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Um þetta er fjallað á vef Grindavíkurbæjar þar sem segir að nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga sýni að ekkert bendi til hættu á yfirborði Grindavíkurvallar (eða Stakkavíkurvallar eins og hann er nú nefndur eftir styrktaraðila). Jarðfræðingar staðfesti að berggrunnur á svæðinu sé öruggur og að búið sé að grípa til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgist íþróttasvæðið. Karla- og kvennalið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðustu leiktíð í Safamýri, á svæði Víkings í Reykjavík, vegna eldgosanna á Reykjanesskaga. Kvennaliðið hefur nú sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ en snemma var stefnan sett á að karlaliðið myndi spila sína heimaleiki í Grindavík. Um það fjallaði Vísir strax í febrúar. Öll mannvirki sem tengjast knattspyrnuvellinum, það er að segja búningsklefar og áhorfendastúka, hafa verið metin örugg til notkunar sem og völlurinn sjálfur. Engar skemmdir voru sjáanlegar við skoðun 30. apríl og engin merki um hreyfingar. Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að öll svæði í bænum sem metin hafi verið hættuleg hafi verið girt af með tveggja metra háum girðingum og merkt með skiltum sem banni umferð. Búið sé að gera við fjölmargar sprungur innan bæjarins á undanförnum mánuðum og svæði í bænum staðist umfangsmiklar álagsprófanir. Grindvíkingar hvetja gesti til að koma í heimsókn og minna á að bærinn hafi verið opinn almenningi frá 21. október í fyrra. Þá er þess getið að ef breyting verði á hættustigi verði staða Grindavíkurvallar þegar í stað endurmetin í samstarfi við sérfræðinga. Haldið var upp á 90 ára afmæli UMFG í síðustu viku og voru íþróttamannvirki félagsins þá opnuð almenningi í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023. Gleðin skein úr hverju andliti í íþróttasalnum og á sama tíma var fótboltaæfing í gangi á Grindavíkurvelli og sundlaugin full af fólki. Nú þegar ljóst er að Grindavík mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í fótbolta í Grindavík í sumar er svo næsta skref mögulega að körfuboltalið félagsins spili sína heimaleiki einnig í Grindavík á næstu leiktíð. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í síðustu viku.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira