„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2025 08:02 Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir samhug um að spila í bænum í sumar. Hann trúi því ekki að aðrir veigri sér við því að koma þangað að spila. Vísir/Ívar Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira