Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2025 09:28 Valsmenn hafa ekki farið vel af stað í Bestu deildinni og farið var yfir slæma stöðu liðsins í Stúkunni í gær. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Stúkunnar fóru ekki mjúkum höndum um stöðuna hjá liði Vals í Bestu deild karla sem getur ekki talist góð eftir 3-0 tap gegn FH um síðustu helgi. Bragurinn á liðinu sé engan veginn nógu góður en er lausnin að skipta um þjálfara? Pressan er orðin mikil á þjálfara Valsmanna Srdjan Tufegdzic eftir slappa byrjun á tímabilinu sem náði nýrri lægð á móti FH um síðustu helgi, liði sem hafði ekki unnið leik í deildinni fyrir þann leik en sérfræðingar Stúkunnar setja spurningarmerki við leikmenn Vals og það hvernig þeir báru sig í leiknum gegn FH. „Hvað getur hann (Túfa) gert?“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar um stöðuna hjá Val. „Ég veit að Túfa vinnur starf sitt af miklum heilindum og er góður þjálfari, Hann verður, því ég veit að það er mikill hiti á honum, að koma mönnum í skilning um að þetta sé bara ekki ásættanlegt. Að koma í Kaplakrika í þessum möguleika og tapa leiknum á þennan hátt.“ Klippa: Stúkan: Umræða um slæma stöðu Vals Valsmenn hafa spilað sautján leiki undir stjórn Túfa í Bestu deildinni og aðeins náð í fimm sigra. Þá hefur liðið gert sjö jafntefli og tapað fimm leikjum. Merkilega við þessa leiki er sú staðreynd að í þeim hefur Valur aldrei haldið marki sínu hreinu. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari ValsVísir/Diego „Getur ekki verið í fótbolta og lifað fyrir lækin“ Óli Kristjáns er á því að úrslitin séu einn þáttur en bragurinn á liðinu sé annar. „Það er sameiginleg ábyrgð leikmanna og þjálfara að bragurinn verði betri en hann er. Þú getur ekki bara verið í fótbolta og lifað fyrir lækin. Þá er ég ekki að tala um læk sem rennur heldur það að fá læk fyrir það sem þú gerir. Það eru líka helvíti erfiðir tímar þegar að bjátar á móti. Þá verða menn að stíga upp og standa saman og vinna almennilega fyrir félagana og félagið. Það finnst mér bara ekki vera hægt að sjá. Ef ég væri stuðningsmaður Vals, sem ég er ekki, þá fyndist mér þetta engan veginn ásættanlegt.“ Albert Brynjar Ingason, einnig sérfræðingur Stúkunnar, segir þetta gamla sögu og nýja með Val. „Á hverju einasta tímabili, sérstaklega þegar að titillinn er farinn, þá hætta þeir alveg… Og meira segja þegar reynir á þá í leik þá hætta þeir líka. Þeir nenna ekki að leggja þetta á sig þegar að titillinn er farinn og nenna ekki að leggja nógu mikið á sig til að sækja titilinn.“ „Menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta“ Það stingi í stúf þegar um er að ræða lið með eina bestu umgjörð á landinu, lið sem hefur haft stór nöfn á borð við Aron Jó, Hólmar Örn Eyjólfsson, Gylfa Þór Sigurðsson, besta framherja deildarinnar í Patrick Pedersen og besta kantmann deildarinnar síðustu tvö tímabil í Jónatan Inga innan sinna raða undanfarin ár. „Það er kannski helvítis málið. Það er ekki hungur í paradís,“ svaraði Óli Kristjáns. „Ég sé ekki hvað menn vilja. Það er talað um að Valur sé félag sem eigi að vera berjast um titla. Þá þarf að vera meira merking á bak við þau orð.“ En er lausnin að skipta um þjálfara? Eitthvað sem hefur verið reynt margoft en virðist ekki ganga eitt og sér. „Hvort það sé Túfa eða einhver annar sem finnur út úr því hverjir það eru sem séu tilbúnir í að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og losar sig við þessi skemmdu epli,“ sagði Albert Brynjar. „Því það eru enn þá menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta. Það þarf að fara hreinsa til í þessum hóp.“ Ítarlega umræðu um stöðuna hjá liði Vals í Stúkunni frá því í gær má sjá hér ofar í fréttinni. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
Pressan er orðin mikil á þjálfara Valsmanna Srdjan Tufegdzic eftir slappa byrjun á tímabilinu sem náði nýrri lægð á móti FH um síðustu helgi, liði sem hafði ekki unnið leik í deildinni fyrir þann leik en sérfræðingar Stúkunnar setja spurningarmerki við leikmenn Vals og það hvernig þeir báru sig í leiknum gegn FH. „Hvað getur hann (Túfa) gert?“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar um stöðuna hjá Val. „Ég veit að Túfa vinnur starf sitt af miklum heilindum og er góður þjálfari, Hann verður, því ég veit að það er mikill hiti á honum, að koma mönnum í skilning um að þetta sé bara ekki ásættanlegt. Að koma í Kaplakrika í þessum möguleika og tapa leiknum á þennan hátt.“ Klippa: Stúkan: Umræða um slæma stöðu Vals Valsmenn hafa spilað sautján leiki undir stjórn Túfa í Bestu deildinni og aðeins náð í fimm sigra. Þá hefur liðið gert sjö jafntefli og tapað fimm leikjum. Merkilega við þessa leiki er sú staðreynd að í þeim hefur Valur aldrei haldið marki sínu hreinu. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari ValsVísir/Diego „Getur ekki verið í fótbolta og lifað fyrir lækin“ Óli Kristjáns er á því að úrslitin séu einn þáttur en bragurinn á liðinu sé annar. „Það er sameiginleg ábyrgð leikmanna og þjálfara að bragurinn verði betri en hann er. Þú getur ekki bara verið í fótbolta og lifað fyrir lækin. Þá er ég ekki að tala um læk sem rennur heldur það að fá læk fyrir það sem þú gerir. Það eru líka helvíti erfiðir tímar þegar að bjátar á móti. Þá verða menn að stíga upp og standa saman og vinna almennilega fyrir félagana og félagið. Það finnst mér bara ekki vera hægt að sjá. Ef ég væri stuðningsmaður Vals, sem ég er ekki, þá fyndist mér þetta engan veginn ásættanlegt.“ Albert Brynjar Ingason, einnig sérfræðingur Stúkunnar, segir þetta gamla sögu og nýja með Val. „Á hverju einasta tímabili, sérstaklega þegar að titillinn er farinn, þá hætta þeir alveg… Og meira segja þegar reynir á þá í leik þá hætta þeir líka. Þeir nenna ekki að leggja þetta á sig þegar að titillinn er farinn og nenna ekki að leggja nógu mikið á sig til að sækja titilinn.“ „Menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta“ Það stingi í stúf þegar um er að ræða lið með eina bestu umgjörð á landinu, lið sem hefur haft stór nöfn á borð við Aron Jó, Hólmar Örn Eyjólfsson, Gylfa Þór Sigurðsson, besta framherja deildarinnar í Patrick Pedersen og besta kantmann deildarinnar síðustu tvö tímabil í Jónatan Inga innan sinna raða undanfarin ár. „Það er kannski helvítis málið. Það er ekki hungur í paradís,“ svaraði Óli Kristjáns. „Ég sé ekki hvað menn vilja. Það er talað um að Valur sé félag sem eigi að vera berjast um titla. Þá þarf að vera meira merking á bak við þau orð.“ En er lausnin að skipta um þjálfara? Eitthvað sem hefur verið reynt margoft en virðist ekki ganga eitt og sér. „Hvort það sé Túfa eða einhver annar sem finnur út úr því hverjir það eru sem séu tilbúnir í að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og losar sig við þessi skemmdu epli,“ sagði Albert Brynjar. „Því það eru enn þá menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta. Það þarf að fara hreinsa til í þessum hóp.“ Ítarlega umræðu um stöðuna hjá liði Vals í Stúkunni frá því í gær má sjá hér ofar í fréttinni.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira