Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 19:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Kristina Kormilitsyna Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. Þetta mun Pútín hafa sagt við Steve Witkoff, sérstakan erindreka Donalds Trump, þegar þeir hittust í Pétursborg fyrr í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Financial Times. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur þegar gefið til kynna að frétt FT sé röng. Washington Post hefur þó sagt svipaðar fregnir og FT af viðræðunum milli Bandaríkjamanna og Rússa. Samkvæmt heimildarmönnum WP kynntu bandarískir erindrekar Úkraínumönnum tillögur sínar í París í síðustu viku. Stjórna engum héruðum að fullu Ef rétt reynist yrði þetta í fyrsta sinn sem Pútín gefur til kynna að hann sé tilbúinn að láta af kröfum sínum um eign þessara fjögurra héraða, sem voru í september 2022 formlega innlimuð í rússneska sambandsríkið. Umrædd héruð eru Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti árið 2022 yfir ólöglegri innlimun þessara héraða en Rússar stjórna engu þeirra að fullu þó þeir hafi hernumið stóra hluta þeirra og mestöll Lúhansk og Dónetsk. Rússar náðu í upphafi innrásar þeirra árið 2022 tökum á stórum hluta Kherson en voru reknir á brott frá þeim hluta héraðsins sem liggur vestur af Dnipróá árið 2023. Rússneski herinn hefur að óbreyttu líklega ekki burði til að hernema frekara land í Saporijía og Kherson. Eftir að hann hitti Pútín er Witkoff sagður hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að skjótasta leiðin að friði í Úkraínu sé að samþykkja kröfur Rússa. Evrópskir bandamenn Úkraínu hafa samkvæmt FT áhyggjur af því að Pútín geti notað ákafa Trumps í því að stilla til friðar til að fá forsetann bandaríska til að þvinga Úkraínumenn til að gefa frekar eftir. Frá því hann tók við embætti hefur Trump verið sakaður um fylgispekt gagnvart kröfum Rússa og hefur það hvernig hann hefur tekið undir áróður frá Rússum vakið áhyggjur beggja vegna Atlantshafsins. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Einn evrópskur embættismaður sem rætt var við sagði að Úkraínumenn undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að gefa eftir gagnvart Rússum, svo Trump gæti lýst yfir sigri í viðleitni sinni. Viðræður milli embættismanna frá Úkraínu, Bandaríkjunum og bakhjarla Úkraínu í Evrópu munu fara fram í Lundúnum á morgun. Hvorki Witkoff, né Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verða þar. Witkoff er sagður á leið til Moskvu á fund Pútíns seinna í vikunni. „Þetta er ekki til umræðu“ Úkraínskir embættismenn segja í samtali við FT að einhverjar þeirra hugmynda sem hafi komið frá Bandaríkjamönnum á síðasta fundi hafi verið séðar í jákvæðu ljósi. Meðal þeirra er að evrópskir hermenn vakti rúmlega þúsund kílómetra langa víglínuna í samvinnu við Úkraínumenn og Rússa. Úkraínumenn myndu þá heita því að reyna ekki að reka Rússa á brott frá þeim svæðum sem þeir stjórna og Rússar myndu samþykkja að stöðva hæga framsókn þeirra. Það er þó óvíst að Úkraínumenn verði tilbúnir til að viðurkenna formlega eignarrétt Rússa á Krímskaga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að það yrði aldrei gert. „Þetta er ekki til umræðu. Það færi gegn stjórnarskrá okkar. Þetta er okkar land, land úkraínsku þjóðarinnar,“ sagði Selenskí við blaðamenn í dag. Þá varaði hann við því að þessi umræða væri vatn á myllu Pútíns og ýtti undir það að Rússar stjórnuðu því hvernig friði yrði náð. Hann benti á að Úkraínumenn hefðu verið í stríði við Rússa í ellefu ár. Það væri ekki hægt að koma á friði án þess að beita Rússa þrýstingi. Það hefur Trump ekki gert hingað til. Hann hefur engum frekari refsiaðgerðum eða annars konar aðgerðum beint gegn Rússlandi frá því hann tók við embætti. Hann hefur þess í stað sakað Selenskí um að bera ábyrgð á innrásum Rússa í Úkraínu. Ráðamenn í Evrópu hafa miklar áhyggjur af ummælum og aðgerðum Trumps og óttast að ekki sé lengur hægt að reiða á Bandaríkin. Víðsvegar um Evrópu stendur til að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem felur meðal annars í sér að draga úr því hvað Evrópa er háð Bandaríkjunum í varnarmálum Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40 „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“ 19. apríl 2025 15:52 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Þetta mun Pútín hafa sagt við Steve Witkoff, sérstakan erindreka Donalds Trump, þegar þeir hittust í Pétursborg fyrr í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Financial Times. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur þegar gefið til kynna að frétt FT sé röng. Washington Post hefur þó sagt svipaðar fregnir og FT af viðræðunum milli Bandaríkjamanna og Rússa. Samkvæmt heimildarmönnum WP kynntu bandarískir erindrekar Úkraínumönnum tillögur sínar í París í síðustu viku. Stjórna engum héruðum að fullu Ef rétt reynist yrði þetta í fyrsta sinn sem Pútín gefur til kynna að hann sé tilbúinn að láta af kröfum sínum um eign þessara fjögurra héraða, sem voru í september 2022 formlega innlimuð í rússneska sambandsríkið. Umrædd héruð eru Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti árið 2022 yfir ólöglegri innlimun þessara héraða en Rússar stjórna engu þeirra að fullu þó þeir hafi hernumið stóra hluta þeirra og mestöll Lúhansk og Dónetsk. Rússar náðu í upphafi innrásar þeirra árið 2022 tökum á stórum hluta Kherson en voru reknir á brott frá þeim hluta héraðsins sem liggur vestur af Dnipróá árið 2023. Rússneski herinn hefur að óbreyttu líklega ekki burði til að hernema frekara land í Saporijía og Kherson. Eftir að hann hitti Pútín er Witkoff sagður hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að skjótasta leiðin að friði í Úkraínu sé að samþykkja kröfur Rússa. Evrópskir bandamenn Úkraínu hafa samkvæmt FT áhyggjur af því að Pútín geti notað ákafa Trumps í því að stilla til friðar til að fá forsetann bandaríska til að þvinga Úkraínumenn til að gefa frekar eftir. Frá því hann tók við embætti hefur Trump verið sakaður um fylgispekt gagnvart kröfum Rússa og hefur það hvernig hann hefur tekið undir áróður frá Rússum vakið áhyggjur beggja vegna Atlantshafsins. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Einn evrópskur embættismaður sem rætt var við sagði að Úkraínumenn undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að gefa eftir gagnvart Rússum, svo Trump gæti lýst yfir sigri í viðleitni sinni. Viðræður milli embættismanna frá Úkraínu, Bandaríkjunum og bakhjarla Úkraínu í Evrópu munu fara fram í Lundúnum á morgun. Hvorki Witkoff, né Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verða þar. Witkoff er sagður á leið til Moskvu á fund Pútíns seinna í vikunni. „Þetta er ekki til umræðu“ Úkraínskir embættismenn segja í samtali við FT að einhverjar þeirra hugmynda sem hafi komið frá Bandaríkjamönnum á síðasta fundi hafi verið séðar í jákvæðu ljósi. Meðal þeirra er að evrópskir hermenn vakti rúmlega þúsund kílómetra langa víglínuna í samvinnu við Úkraínumenn og Rússa. Úkraínumenn myndu þá heita því að reyna ekki að reka Rússa á brott frá þeim svæðum sem þeir stjórna og Rússar myndu samþykkja að stöðva hæga framsókn þeirra. Það er þó óvíst að Úkraínumenn verði tilbúnir til að viðurkenna formlega eignarrétt Rússa á Krímskaga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að það yrði aldrei gert. „Þetta er ekki til umræðu. Það færi gegn stjórnarskrá okkar. Þetta er okkar land, land úkraínsku þjóðarinnar,“ sagði Selenskí við blaðamenn í dag. Þá varaði hann við því að þessi umræða væri vatn á myllu Pútíns og ýtti undir það að Rússar stjórnuðu því hvernig friði yrði náð. Hann benti á að Úkraínumenn hefðu verið í stríði við Rússa í ellefu ár. Það væri ekki hægt að koma á friði án þess að beita Rússa þrýstingi. Það hefur Trump ekki gert hingað til. Hann hefur engum frekari refsiaðgerðum eða annars konar aðgerðum beint gegn Rússlandi frá því hann tók við embætti. Hann hefur þess í stað sakað Selenskí um að bera ábyrgð á innrásum Rússa í Úkraínu. Ráðamenn í Evrópu hafa miklar áhyggjur af ummælum og aðgerðum Trumps og óttast að ekki sé lengur hægt að reiða á Bandaríkin. Víðsvegar um Evrópu stendur til að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem felur meðal annars í sér að draga úr því hvað Evrópa er háð Bandaríkjunum í varnarmálum
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40 „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“ 19. apríl 2025 15:52 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40
„Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“ 19. apríl 2025 15:52
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54
Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23