Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2025 08:58 Steve Witkkoff, sérstakur erindreki Trumps, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í Pétursborg í gær. AP/Gavriil Grigorov Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. Þetta var á fundi í Hvíta húsinu, eftir að Witkoff hafði boðið Kirill Dmitriev, rússneskum erindreka, í mat heim til sín í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Reuters kveikti það heimboð á viðvörunarbjöllum í Hvíta húsinu og í utanríkisráðuneytinu. Eftir heimboðið fór Witkoff, sem er gamall vinur Trumps og hefur litla sem enga reynslu af viðræðum ríkja á milli, í Hvíta húsið þar sem hann hitti Trump og aðra embættismenn. Á fundinum sagði Witkoff, samkvæmt heimildarmönnum Reuters, að með því að afhenda Rússum héruðin fjögur væri fljótt hægt að koma á vopnahléi. Fréttaveitan segir fylgispekt Trumps gagnvart kröfum Rússa hafi vakið áhyggjur margra Repúblikana og bandamanna Bandaríkjanna í Evrópu. Umrædd héruð eru Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti árið 2022 yfir ólöglegri innlimun þessara héraða en Rússar stjórna engu þeirra að fullu þó þeir hafi hernumið stóra hluta þeirra. Það á sérstaklega við Lúhansk og Dónetsk. Rússar náðu í upphafi innrásar þeirra árið 2022 tökum á stórum hluta Kherson en voru reknir á brott frá þeim hluta héraðsins sem liggur vestur af Dnipróá árið 2023. Witkoff hafði áður slegið á svipaða strengi í viðtali við Tucker Carlson sem birt var í síðasta mánuði. Þar sagði Witkoff að íbúar þessara héraða töluðu margir rússnesku og vísaði einnig til umdeildra atkvæðagreiðslna sem Rússar hafa haldið í héruðunum þar sem íbúar eiga að hafa lýst yfir miklum vilja til að vera stjórnað af yfirvöldum í Moskvu, samkvæmt yfirvöldum í Moskvu. Þessi ummæli Witkoffs vöktu talsverðar áhyggjur víða og var hann sakaður um að tala máli Pútíns, eins og Donald Trump hefur sjálfur verið sakaður um. Sjá einnig: Saka Pútín um að draga lappirnar Á áðurnefndum fundi í Hvíta húsinu er Keith Kellog, fyrrverandi herforingi, og sérstakur erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, sagður hafa mótmælt ummælum Witkoffs. Herforinginn benti á að ráðamenn í Úkraínu hefðu þegar hafnað þessum kröfum Rússa. Kellogg sagði Úkraínumenn tilbúna til viðræðna um þessi héruð en þeir myndu aldrei samþykkja að láta þau alfarið af hendi. Fundurinn endaði án niðurstöðu. Fundaði með Pútín í gær Witkoff fór svo í gær til Rússlands þar sem hann átti rúmlega fjögurra klukkustunda fund með Pútín. Fundurinn fór fram í Pétursborg en enn sem komið er hafa litlar upplýsingar um hvað fór fram á milli þeirra Witkoffs og Pútíns á fundinum litið dagsins ljós. Rússneskir ríkismiðlar hafa eingöngu sagt að þeir hafi rætt um það að binda enda á átökin, án þess að fara nánar út í það. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu Trumps að viðræðurnar séu skref í átt að vopnahléi og friði en hún sagði lítið annað en það. Erindrekinn sérstaki hefur verið gagnrýndur eftir fundinn, eftir að rússneskir fjölmiðlar birtu myndband af honum hitta Pútín í Pétursborg. Myndbandið sýnir Witkoff leggja hönd sína yfir hjartað þegar hann sér Pútín. Ráðamenn í Evrópu funduðu sín á milli um stríðið í Úkraínu í gær og opinberuðu nokkrir þeirra frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði eftir fundinn að þessi nýja hernaðaraðstoð væri upp á 21 milljarð evra en ekki hefur verið útlistað nákvæmlega hvernig aðstoðin lítur út. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir frekari loftvarnarkerfum og þá sérstaklega Patriot-kerfum. Erfiðar viðræður um auðlindir Frá því hann tók við embætti hefur Trump reynt að koma á vopnahléi í Úkraínu en með litlum árangri. Pútín hefur hafnað tillögu Trumps um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Því hefur hann viljað fá framgengt með svokölluðu auðlindasamkomulagi við Úkraínumenn, sem hefur tekið nokkrum breytingum gegnum vikurnar. Í einföldu máli sagt hafa Trump-liðar lagt fram kröfu um að fá í raun stjórn á auðlindum Úkraínu, án þess þó að veita Úkraínumönnum nokkurskonar öryggistryggingar. Erindrekar ríkjanna funduðu um þetta samkomulag í gær en sá fundur er sagður hafa skilað litlum árangri. Heimildarmenn Reuters segja stemninguna á fundinum hafa verið þrungna þar sem Úkraínumenn séu verulega ósáttir við nýjustu kröfur Bandaríkjamanna. Ein klausa í nýjustu samningsdrögum Bandaríkjamanna er sögð snúast um það að Bandaríkin taki yfir stjórn á gasleiðslu rússneska fyrirtækisins Gazprom sem liggur gegnum Úkraínu og inn í Evrópu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. 8. apríl 2025 14:14 Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur nú loks staðfest opinberlega að úkraínskir hermenn séu í Belgorod-héraði í Rússlandi. 8. apríl 2025 07:52 Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. 31. mars 2025 21:09 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta var á fundi í Hvíta húsinu, eftir að Witkoff hafði boðið Kirill Dmitriev, rússneskum erindreka, í mat heim til sín í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Reuters kveikti það heimboð á viðvörunarbjöllum í Hvíta húsinu og í utanríkisráðuneytinu. Eftir heimboðið fór Witkoff, sem er gamall vinur Trumps og hefur litla sem enga reynslu af viðræðum ríkja á milli, í Hvíta húsið þar sem hann hitti Trump og aðra embættismenn. Á fundinum sagði Witkoff, samkvæmt heimildarmönnum Reuters, að með því að afhenda Rússum héruðin fjögur væri fljótt hægt að koma á vopnahléi. Fréttaveitan segir fylgispekt Trumps gagnvart kröfum Rússa hafi vakið áhyggjur margra Repúblikana og bandamanna Bandaríkjanna í Evrópu. Umrædd héruð eru Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti árið 2022 yfir ólöglegri innlimun þessara héraða en Rússar stjórna engu þeirra að fullu þó þeir hafi hernumið stóra hluta þeirra. Það á sérstaklega við Lúhansk og Dónetsk. Rússar náðu í upphafi innrásar þeirra árið 2022 tökum á stórum hluta Kherson en voru reknir á brott frá þeim hluta héraðsins sem liggur vestur af Dnipróá árið 2023. Witkoff hafði áður slegið á svipaða strengi í viðtali við Tucker Carlson sem birt var í síðasta mánuði. Þar sagði Witkoff að íbúar þessara héraða töluðu margir rússnesku og vísaði einnig til umdeildra atkvæðagreiðslna sem Rússar hafa haldið í héruðunum þar sem íbúar eiga að hafa lýst yfir miklum vilja til að vera stjórnað af yfirvöldum í Moskvu, samkvæmt yfirvöldum í Moskvu. Þessi ummæli Witkoffs vöktu talsverðar áhyggjur víða og var hann sakaður um að tala máli Pútíns, eins og Donald Trump hefur sjálfur verið sakaður um. Sjá einnig: Saka Pútín um að draga lappirnar Á áðurnefndum fundi í Hvíta húsinu er Keith Kellog, fyrrverandi herforingi, og sérstakur erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, sagður hafa mótmælt ummælum Witkoffs. Herforinginn benti á að ráðamenn í Úkraínu hefðu þegar hafnað þessum kröfum Rússa. Kellogg sagði Úkraínumenn tilbúna til viðræðna um þessi héruð en þeir myndu aldrei samþykkja að láta þau alfarið af hendi. Fundurinn endaði án niðurstöðu. Fundaði með Pútín í gær Witkoff fór svo í gær til Rússlands þar sem hann átti rúmlega fjögurra klukkustunda fund með Pútín. Fundurinn fór fram í Pétursborg en enn sem komið er hafa litlar upplýsingar um hvað fór fram á milli þeirra Witkoffs og Pútíns á fundinum litið dagsins ljós. Rússneskir ríkismiðlar hafa eingöngu sagt að þeir hafi rætt um það að binda enda á átökin, án þess að fara nánar út í það. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu Trumps að viðræðurnar séu skref í átt að vopnahléi og friði en hún sagði lítið annað en það. Erindrekinn sérstaki hefur verið gagnrýndur eftir fundinn, eftir að rússneskir fjölmiðlar birtu myndband af honum hitta Pútín í Pétursborg. Myndbandið sýnir Witkoff leggja hönd sína yfir hjartað þegar hann sér Pútín. Ráðamenn í Evrópu funduðu sín á milli um stríðið í Úkraínu í gær og opinberuðu nokkrir þeirra frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði eftir fundinn að þessi nýja hernaðaraðstoð væri upp á 21 milljarð evra en ekki hefur verið útlistað nákvæmlega hvernig aðstoðin lítur út. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir frekari loftvarnarkerfum og þá sérstaklega Patriot-kerfum. Erfiðar viðræður um auðlindir Frá því hann tók við embætti hefur Trump reynt að koma á vopnahléi í Úkraínu en með litlum árangri. Pútín hefur hafnað tillögu Trumps um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Því hefur hann viljað fá framgengt með svokölluðu auðlindasamkomulagi við Úkraínumenn, sem hefur tekið nokkrum breytingum gegnum vikurnar. Í einföldu máli sagt hafa Trump-liðar lagt fram kröfu um að fá í raun stjórn á auðlindum Úkraínu, án þess þó að veita Úkraínumönnum nokkurskonar öryggistryggingar. Erindrekar ríkjanna funduðu um þetta samkomulag í gær en sá fundur er sagður hafa skilað litlum árangri. Heimildarmenn Reuters segja stemninguna á fundinum hafa verið þrungna þar sem Úkraínumenn séu verulega ósáttir við nýjustu kröfur Bandaríkjamanna. Ein klausa í nýjustu samningsdrögum Bandaríkjamanna er sögð snúast um það að Bandaríkin taki yfir stjórn á gasleiðslu rússneska fyrirtækisins Gazprom sem liggur gegnum Úkraínu og inn í Evrópu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. 8. apríl 2025 14:14 Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur nú loks staðfest opinberlega að úkraínskir hermenn séu í Belgorod-héraði í Rússlandi. 8. apríl 2025 07:52 Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. 31. mars 2025 21:09 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. 8. apríl 2025 14:14
Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur nú loks staðfest opinberlega að úkraínskir hermenn séu í Belgorod-héraði í Rússlandi. 8. apríl 2025 07:52
Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. 31. mars 2025 21:09