Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 18:03 Umfangsmikil leit að manni sem virðist hafa orðið fyrir árás hákarla hefur átt sér stað undan ströndum Ísrael. Líkamsleifar fundust í dag og hafa verið sendar til rannsóknar. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga. Ísrael Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga.
Ísrael Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira