„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 19:15 Jóhann Kristinn var létt í leikslok. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins. „Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira