„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 19:15 Jóhann Kristinn var létt í leikslok. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins. „Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó