Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:03 Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL, leikur símtalð sem hann fékk um að karlaliðið í KR fengi helminginn af peningnum sem átti að fara í kvennaliðið. S2 Sport FHL spilar í efstu deild í fyrsta sinn sem sameiginlegt lið en í þættunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi ræddi þjálfari liðsins fyrri reynslu sína af því að þjálfa í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR
Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki