Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:03 Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL, leikur símtalð sem hann fékk um að karlaliðið í KR fengi helminginn af peningnum sem átti að fara í kvennaliðið. S2 Sport FHL spilar í efstu deild í fyrsta sinn sem sameiginlegt lið en í þættunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi ræddi þjálfari liðsins fyrri reynslu sína af því að þjálfa í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
FHL eru nýliðar í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og flestir leikmenn liðsins eru að spila sína fyrstu leiki í efstu deild. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins þekkir það þó að stýra liði í efstu deild. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara austur og heimsækja lið FHL sem er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Fáskrúðsfirði. KR konur féllu úr deildinni 2022 og hafa ekki komið upp síðan. Þær fóru alla leið niður í C-deild en spila í Lengjudeildinni i sumar.Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl hefur náð að setja saman flott lið sem komst síðan upp í Bestu deildina með því að klára Lengjudeildina með stæl í fyrra. Hvernig gerir hann upp KR-tímann? Baldur vildi fá að vita meira um fyrri reynslu Björgvin Karls af því að þjálfa í efstu deild kvenna. „Nú ert þú orðinn mjög reynslumikill þjálfari. Hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið. Aðaltímabilið þitt áður en þú fórst að þjálfa FHL var þegar þú þjálfaðir kvennalið KR. Hvernig gerir þú upp þann tíma,“ spurði Baldur „Hann var frábær. Fyrsta árið, 2011, þá förum við í bikarúrslit, virkilega gaman og með svolítið ungt og breytt lið. Það var mjög lærdómsríkt tímabil,“ sagði Björgvin Karl. Vona að þetta sé að breytast „Var meiri pressa að þjálfa KR en að þjálfa FHL,“ spurði þá Baldur. „Nei. Það var þannig á tíma sem ég var þarna að þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR. Öll pressa sem var kom því bara frá leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði Björgvin. „Peningurinn fyrir liðið fór bara niður ef það þurfti að kaupa leikmann fyrir karlaliðið. Ég ætla að vona að það hafi breyst núna og mér heyrist að það sé að breytast. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Björgvin sem sagði sögu af því hvernig þetta gekk fyrir sig út í KR. Því miður þá getum við ekki boðið þér samning „Ég fékk að vita. Kvennaliðið fær fjórar milljónir í leikmenn. Jess. Kominn með tvær landskonur á kantinn og nú átti að fara rífa þetta upp. Svo var ég búinn að hringja í þær þá var mér sagt: Við þurfum að fá leikmann [fyrir karlaliðið], þú lækkar um tvær milljónir. OK. Ég hringi aftur í leikmanninn og sagði: Því miður þá getum við ekki boðið þér samning,“ sagði Björgvin. Það má horfa á þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan. Klippa: LUÍH: Þá var eiginlega öllum sama um kvennaliðið í KR
Lengsta undirbúningstímabil í heimi FHL KR Besta deild kvenna Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn