Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 23:15 Aldís Guðlaugsdóttir gæti orðið ein af bestu markvörðum deildarinnar í sumar. Vísir/Diego Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó