Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. apríl 2025 07:00 Tvær stórar rússneskar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy í gærmorgun. AP Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53
Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00