Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. apríl 2025 07:00 Tvær stórar rússneskar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy í gærmorgun. AP Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53
Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00